Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 10
194 BJARMf Framh. frá bls. 191 Krists? Hvílík sæla ælti það ekki að vera okkur, að vita að við eigum hann og allan kærleika hans, okkur lil frelsunar og eilífs lífs, og fáum að vera hjá honum og njóta alls þess, sem hann á okkur til blessunar, svo að við getum verið og vaxið æ meir sem Guðs börn, og fáum að vera ineð honum í verki hans, ríki hans í heiminum til eflingar, undir leið- sögn anda hans, styrktir og studdir af honum. Og ætti ekki þetta að yfirgnæfa alt annað og fylla hjörtu okkar fögnuði, gera okkur sterk, ör- ugg og vonglöð í öllu okkar verki, Guði til dýrðar og mönnunum tilheilla? Pað er áreiðanlega víst, vinir minir. Og Guð gefi okkur öllum náð lil þess, að þelckja Jesú æ betur sem veginn, sannleikann og lífið, og láta liann vera okkur æ betur veginn, sannleikann og lífið, svo að hann fái að vera okkur ljósið, sem lýsir okkur leið heim til föðurins, þar sem hann heíir búið okkur stað, og fái svo á sínum tima að taka á móti okkur þar og leiða okkur fram fyrir föðurinn, sem endur- leyst börn hans. — Amen í Jesú nafnil Molar og minningar. Ketlll Þórðarson orktl i langrl banalegu sinni, 27 ára gamall. I. Um æskunnar daga jeg undi mjer vef, og ei sá jeg fram undan harmanna jei, því alt var svo fagurt og indælt og bjart, og ofiö i barnslegu vonanna skart. Og tímarnir liðu, jeg tvítugur var og telja má þrjú ár, sem fram yfir bar, og yfir því liðna jeg ánægður var og auðnunnar vonir í hjartanu bar. Og þá var jeg glaður og hraustur og hress, og hamingjusamur— víst minnist jeg þess. Ó, vonanna ljósin mín voru svo skær. 1 voninni lífsbrautin hjartanu kær. II. En skærust þegar skein mín vonarsól, ský að dró og bjarma hennar fól, dapurleik það dró að minni sál dýrar, fagrar vonir reyndust tál. En svo skjót og óvænt breyting var afar þung, og hjartað sárt hún skar. Háð var stríð í huga minum þá hart og strangt, er vonir bregðast sá. Hjartakærstu hamingjunnar sól huldu skýin dimm um vetrarból. »Of þung byrði er það minni sál, að allar dýrstu vonir reynist tál«. Svo mælti jeg og myrkt var sálardjúp, myrkum vafið sorgarinnar hjúp. En inst I leynura andans fyrir brá undurfögrum vonargeisla þá. Hví skal æðrast, ,er það nokkur bót? Oft á kjörum manns er breyting skjót, einatt skyggja ský um stund á sól skæran svo að bjarma hennar fól. »Oftast hverfa aftur skýin frá, yndislegri bjarminn virðist þá«, undurblíða andans röddin kvað: »Æðrastu’ ekki! — Vonal — Mundu þaðl« Jeg hef vonað víst á fjórða ár og vökvað hafa tárin minar brár. En enn þá hefir ekki vitund birt, að cins hefir stundum fremur syrt. »Jeg skal vona’ að aftur geti birt afar mikið, nú þótt hafi syrt, og litlar til þess líkur megi sjá að ljótu, svörtu skýin dragi frá«. Svo mælti jeg, en mjer var ekki rótt, — myrk og þögul var sú raunanótt. Von og kvíði vógust lengi á, uns vonin öllum kvíða bægði frá. Pannig er líf margra þjáning og strið, þrenging og mæða, og vonsvikin tið, því margvísleg reynsla er mönnunum rjett en markmið er eitt, sem oss öllum er sett. En uppfylling vona er annara kjör. Rú athuga skyldir samt jarðliíið gjör, þvi dásamlegt er það, þótt dauði og neyð hjer daglega sjáist um æfinnar skeið.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.