Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 15
BJARMI 199 Bækur. Ljóðmœli eítir síra G u ö 1 a u g Guðmundsson eru nýlega komin út. Ferskeytlur hans voru mörgum góðkunnar áður, og erfiljóð og saknaðarslef vinum og sveilungum. En hjer er margt fleira á boðstólum, og engin ellimörk á ýmsum Ijóðum, sem síra Guðlaugur hefir orkt síð- ustu árin síðan hann misti sjónina. Er hjer sýnishorn þess: HVERT STEFNIR? Hvaö er í efni ? Hvert er að stefna? Háski’ er á trúarsviði búinn. Veldur hruni heilaspuni, heiðinn grautur og sálarflautir, sem fóður andans óru landi ýmsir bjóða, er þykjast fróðir. Halda þeir lengi i liáu gengi hallir á sandi reistar standi. Best er villu’ að varast illa, vel þess gætum, hvað sem mætir. Rangnefnd speki ritning hrekja reynt hefir þrált, en vantað máttinn: Lærdóms hrokinn hlýtur að þoka fyrir hans orði, sem að forðum fræddi lýð um fegri tíðir og framhald lifs ofar heimi kífsins Jeg sje í anda sali standa sólu ofar í skýjarofi, þar sem vísdóms Ijósin lýsa, og lifandi sálir á englamáli lofa hinn góða lausnarann þjóða, er leysti oss nauðum frá og dauða, þar fær hiekking þrifist ekki, þar er sannleiks djúpið kannað. Nynorslc Salmébolc for kyrkja, hem og möte, Lunde & Co’s Forlag, Björgvin 1925. — Mein er frændum vorum austan hafs, að tungur tvær, »dansk-norska« og ný-norska, skuli vegast á, og titt með lítilli nærgætni. Dómkirkjusöfnuður norskur samþykti t d., að í sinni kirkju skyldu ekki leyfðar prjedikanir á nýnorsku, og var þó fullkunnugt, að biskupinn »á þeim bæ«, mesti sæmdarmaður í hvívetna, prjedikaði eingöngu á því máli. Hlegið var að nýnorskunni víða fyrir 30 árum; nú er andstæðingum hennar ekki hlátur í hug, hún er altaf að eflast. Margir prestar prjedika eingöngu á nýnorsku og fjöldi sálma alnorskra eru á því máli. En samt er þetta fyrsta ieglulega kirkju-sálmabókin á nýnorsku. Bisliuparnir Hognestad í Björgvin og Stöylen í Kristjánssandi, og síra Anders Hovden, hafa safnað efni hennar, þýlt og orkt sjálfir töluvert. — Nýlunda er það fyrir oss íslendinga að sjá í erlendri sálmabók nærri 20 sálma þýdda úr voru máli. Þar á meðal 7 eftir Matthías Joch- umsson, 6 eftir Hallgrím Pjetursson og 4 eftir Valdimar Briem. Nýnorsku-vinir eru jafnframt al- ment vinir íslenskrar tungu og bók- menta. Og ekki er það erfitt að- gætnum íslending að komast að efn- inu í nýnorskum bókum, þótt fátt hafi lærl tungumála. Allir munu t. d. skilja þetta erindi: Du Gud, som styrer stjerneher Og sorg og gleda sender. I livsens stormar ver oss nær Med dine sterke hender. SöndagssJcole sangboJc, 23. útgáfa. Oslo 1925, L. M. Berntzen's Forlag. Oss er Ijúft að benda á þessa bók. Útgefandi er sambandsstjórn norskra sunnudagaskóla, og gelur hún þess í formálanum að 1. útgáfan hafi komið út 1897, en nú sjeu seld 320 þiisund eintök bókarinnar, og verði því að gefa hana út í 23. skifti. — Segir það oss töluvert um útbreiðslu norskra sunnudagaskóla. — 239 sálmar rúm-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.