Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 4
188 B JARMI — gætum verið örugg og ókviðin, bæði að því er snertir áfangastaðinn binsta og veginn þangað. Þegar við hugsum um þetta, þá getur okkur skilist, hvað þeir menn, er svo stendur á fyrir, hljóti að eiga miklu meiri lifsþrótt og lífsánægju en hinir, sem einlægt eru með kvíða. Óttinn og kviðinn hlýtur að stela þrótti frá manni og slá fölskva á ánægjuna. Við kristnir menn þurfum ekki að vera kvíðandi. Við getum verið ör- uggir og ókvíðnir á ferðalaginu okk- ar; því við eigum leiðsögn, sem á- reiðanleg er. Hann, sem vísar leið, veit hver leiðia er og hvað tekur við að henni lokinni, og hann sjer líka um að við komumst þangað og verð- um þar, sem best er að vera, ef við hlýtum leiðsögn og aðstoð hans. Við göngum þá ekki eins og þeir, sem í blindni ganga, nje ferðumst eins og þeir, sem upp á óvissu ferðast. Get- gátur eru þá eigi leiðarsteinninn okk- ar, nje heldur hugarburður vonin okk- ar; því að Jesús Kristur er leiðtoginn — hann einn og enginn annar. Margir hafna honum, því miður, og fara villir vega. Eða þeir hafa hann sem leiðtoga, ásamt öðrum leið- togum, sem þeir kjósa sjer, og láta þá svo verða aðal-leiðtogana sína, hritnir af því hinu nýja Ijósi, sem þeim finst að þeir hafi brugðið yfir lífið. — Já, um stund, segjum við. Ekki varir það um aldur og æfi. Innan skamms þurfa þeir nýs ljóss með. Við, sem kosið höfum okkur Jesúm Krist sem leiðtoga, látum aðra vikja úr sæti fyrir honum og teljum óvit að leita að öðrum. Vitum að ljós hans og leiðsögn úreldist aldrei, — að timi og tíska snerta hann ekki, — að hann um tíma og eilífð er hinn 8ami — sanna ljósið og áreiðanlegi leiðtoginn. Er hann nú okkur öllum þetta? Eða blóta nokkrir á laun öðrum leiðtogum? Satt er það, þótt sorglegt sje að vita til þess, að sumir menn, er kristnir vilja teljast, blóta á þenna hátt á laun — hallast á laun að öðr- um leiðtogum, ef til vill sjer óafvit- andi, meir en að lionum, og meta þá í raun meir en hann, þólt þeir vilji ekki kannast við að þeir geri það. Ofurvald tískunnar getur oft orðið þess valdandi, að slik laun- blót eru framin. Hún beygir hnakk- ann á mörgum í lotning fyrir andans höfðingjum þeim, sem í nafni þekk- ingarinnar bjóðast til að vera leið- togar fólksins. Gætum að. Það kemur maður, sem mikið ber á og mikið orð fer af. Hann flytur nýja kenning um Guð, og veginn til Guðs og himinsins. Og það, sem kenningin hefir mest til síns ágætis, er, að hún lætur vel í eyrum eða kitlar eyru holdlega sinn- aðs manns. Hvað skeður? Verða sum- ir ekki hugfangnir? Fara þeir ekki að líta fyrirlitningaraugum á það, sem þeir hafa lært og leiðsögn þá, sem þeir í andlegum efnum hafa fengið? Og fara þeir ekki að gleyma því, sem Jesús Kristur hefir sagt, og þvi, hvað hann er? Hverfur hann ekki fyrir því nýja ljósi, sem þeim finst að upprunnið sje? Þegar svona stendur á, ætti ekki afstaða okkar ávalt þá að vera sú, að hugsa fyrst til leiðtogans okkar, Jesú Krists? Gæta að því, hvort Ijósið nýja er ljós af ljósi hans, eða hvort það leiðir burt frá honum eða tjl hans. Hvort við sjáum hann betur eða ver fyrir hið nýja ljós. Hvort við færumst nær honum eða fjær fyrir það. Hvort við finnum betur eða ver til þess, að við þurfum hans leiðsagnar, og getum ekki án hennar verið? —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.