Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 11
BJARMI 195 Og alt sje á flugi í eilífðar skaut og allmjög sje takmörkuð jarðlífsins braut, og þungskilið margt sje á þessari jörð og þungskilin gæfan og lífskjörin hörð. III. En hvað er þá lífið? spyr líðandi sál. Hjer líf mitt er þungbært og vonirnar tál, því alt er mjer horfið, sem unni jeg mest og alt, sem jeg þráði’ og mig huggaði hest. Hvert tárið, sem vætt heflr tregandi brá, hvert titrandi andvarp mitt hjartanu frá, hvern ylgeisla lífsins og logandi und og lífið, jeg skil ei að siðustu stund. Pví einatt það torskildar rúnir oss reit og reynslan er þungbær, það sjálfur jeg veit. En hvar færðu ráðning á raununum þeim og ráðgátum lifsins i fallveltu heim? Hvað er sjálft lífið, sem líður svo fljótt, já, lífið, hvar skiftist á dagur og nótt, sem óðfluga berast í eilífðar skaut frá unað og gæfu, frá reynslu og þraut? Pað þýtur sem straumur, það stöðvað ei færð, þig stöðvað ei gelur, uns gröfinni nærð. Par liggur um síðir þinn likami nár hvort lífið er gleði’ eða sorgir og tár. IV. Já, hver er þá Iausnin? Mjer list það sjehart að leysa þá gátu, því torskilið margt hjer skilningi manna og skynsemi er, og skamt fram í ókomna tímann hún sjer. En jeg vil þó segja hvað jeg hefi reynt, hvar jeg fjekk það skýrt, sem var hulið og Ieynt. Á ráðgátum lífsins jeg ráðningu fjekk er reynslunnarferiljeg harmþrunginn gekk. í Guðs orði fann jeg að gátan var leyst — og Guði sje lof, því að margt hefir breytst. Pað skýrði mjer lífið, þess mark og þess mið og margföldu reynslu, er sjeð höfum við. Já, »Orðið« og reynslan, sú ráðning er best á ráðgátum lífsins, það skýrir oss flest, þvi alt, sem við þurfum að þekkja á storð þá þekkingu vcitir oss heilagt Guðs orð. Já, orðið er gimsteinn, af guðlegri náð gefið, en illa af mönnunum þáð, það blessun og líf flytur biðjandi sál, en »blindir« menn sjá ei nje skilja þaö mál. Er harmur og vonbrigði bjarta mitt skar þá huggun og styrkur í orðinu var og friður og blessun, því lífið jeg leit i ljósi Guðs orða — það sála min veit. Og þá fjekk jeg skilið hví þjáning jeg bar og það annað fleira, sem hulið mjer var. Og glaður í Kristi jeg krossinn þvi ber uns kallið jeg heyri og leystur jeg er. Hjer þjáningog jarðnesku þrautunum frá. Ó, þá fæ jeg auglit mins Drottins að sjá. Hve það verður dýrmætt er Drottinn jeg lít og dýrðina öðlast og sælunnar nýt. V. Pú leitar að ráðningu lifsins á jörð. Sú leit hún mun verða þjer erfið og hörð, og aldrei hún fullkominn árangur ber, ef orð Guðs ei ljós þitt og hjálpari er. í Guðs orði einu þar gátan er leyst því getur þú, vinur minD, öruggur treyst, það stendur að eilífu staður þess hver, þess stafkrókur minsti um eilífð ei þver. VI. Ef leitarðu’ að huggun er harmarnir þjá og hjarta þitt mæða, og væta þjer brá, á mannlífsins hafi við brotsjó er berst, er bylgjurnar æða, i nauðnm þú verst. Og vinlaus og einmana velkistu hjer, og vonirnar bregðast og heilsa þín þver, ef lúnum þjer finst þá að lokist hvert sund og lífsgleðin þrjóti á raunanna stund. í Guðs orði hlýtur þú fróun og frið, svo fullkomna lækningu sorginni við að harmakvein þagna við hátíðasöng og helsærður fagnar, þótt gröfln sje þröng. Pað veitir oss saðning og svölun og lif, í sorganna jeljum vor dýrmætust hlif. Og engum svo þungur er þjáninga kross að það eigi huggað og styrkt geti oss. Og engin i lifi er sorgin það sár að svalað ei geti og þerrað hvert tár, og friðvana hjarta það frið getur veitt, i fögnuðinn Guðs barna sorginni breytl.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.