Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1925, Blaðsíða 7
B j A R M 1 191 líf í samfjelagi við föðurinn og son- inn? Er það þá ekki sjálfsagt, að þar sje dýrðlegur bústaður og að lífið þar sje dýrðlegt? Og er ekki það stóra atriðið fyrir okkur að vita, að Jesús er vegurinn þangað öllum þeim mönnum, sem á hann trúa og láta leiðast af honum? Hvort mun ekki þetta taka burtu kvíðann, og gera þá, sem njóta leiö- sagnar hans, örugga og sterka? Við vitum að munurinn er mikill á því, að vera kvíðandi og með ótta eða vera ókvíðinn og óttalaus. Lífið er ósegjanlega mikið ánægjulegra kviðalausa og örugga manninum, en hinum, sem kvíðandi er. Og er ekki hinn öruggi maður lika þróttmeiri í öllu stríði lífsins? Og gelur hann því ekki áorkað meiru og orðið til meiri blessunar i lífinu? Hvernig stendur nú á með örugg- leikann í Droltni hjá okkur, og með traustið á Drottni? Eruin við fyrir það þróltmeiri og dáðmeiri til alls þess, sem gott er, og ánægðari við okkar starf í lífinu? Það sem stelur þrótti frá kristnum manni og gerir hann dáðlítinn kristi- lega, er það, ef hann lifir of fjarri Droltni sinum, en of nærri mannleg- um leiðlogum, og lítur mest upp til þeirra. Okkur ríður á að lifa sem næst Drottni vorum og frelsara Jesú Kristi, og lita upp til hans. Það tekur burtu kviða. Pað gerir okkur örugg og slerk, ánægð og vonglöð. Og þá gelum við með gleði sagt: »Jeg ferðast og veit, hvar mfn för stefnir á«. t*á erum við sælust. Svo vil jeg að endingu láta gamla sögu eina undirstrika þelta. Á meðal fanga, sem Kýrus Persa- konungur hafði eitt sinn tekið, var armeniskur konungsson og kona hans, ásamt föruneyti þeirra. Hafði Kýrus hugsað sjer að refsa þeim harðlega vegna uppreisnar, sem þeir höfðu gert gegn stjórn hans. En þegar komið var með fangana, og hann sá þá, tók hugur hans að mýkjast. Ávarpar hann þá konungs- son og segir: »Ef jeg þyrmi ykkur og læt ykkur lausa, hve mikið viltu þá greiða til lausnar konunni þinni?« — Konungssyni þótti ákafiega vænt um konu sína og segir: »Jeg myndi gefa þúsund líf fyrir hana, ef jeg ætti þau«. — Kýrusi þótti vænt um svarið, gaf þeim lausn og Ijet þau fara í friði. Á leiðinni heim var um ekkert annað talað en Kýrus. Sumir lofuöu hann fyrir vilurleik hans. Aðrir fyrir hetjuskap. Og enn aðrir fyrir góða skapsmuni. Og nokkrir lofuðu hann fyrir það, hve fallegur hann væri og tignarlegur í allri framkomu. En kona konungssonar þagði og lagði ekkert lil málanna. Konungsson snýr sjer þá að henni og spyr: »En hvað hefir þú að segja um útlit Kýrusar og framkomu?« — »Jeg veit ekki«, segir hún, »jeg tók ekkert eftir honum«. Maður hennar varð forviða og spyr hana: »Hvar hafðir þú þá augun?« — Hún leit framan i hann og sagði: »Jeg hafði augun á manninum, sem fús var að gefa þúsund líf til lausnar mjer«. Hún fann til óumræðilegrar sælu út af því að eiga mann, sem elskaði hana svo heitt, og fá að vera hjá honum. Alt annað dýrlegt og glæsi- legt voru smámunir í augum hennar hjá þessu, það yfirgnæfði svo alger- lega alt. Hvað þá með okkur, sem kristnir erum, og fengið höfum augun og hjartað opið fyrir hinni óumræðilegu dýrö lausnarkærleika Drottins Jesú Frnmli. n bls 194.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.