Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 7
B JARMl 3 og ríkisstjórar eru, hver í sínu um- dæmi, fullkomlega einvaldir. Stjórn- málahimininn hefir æ síðan verið hulinn þrumuskýjumf blóðugra horg- arastyrjalda. Liðið ár hefir stjórnmálaástandið í Kína verið bágborið með aibrigðum. Fyrst ógur- leg borgaraslyrjöld og allajafnan síðan erjur og ýmiskonar ójöfnuður, sem staðið hefir öllum þörfum fram- kvæmdum fyrir þrifum. Blóð sjer maður hvervetna og tár í sporum hernaðarstefnunnar svo flestum þykir nú of fullur bikar bölvunarinúar. í lok þessa árs mun ópíumsböliö í Kina engu minna en það var, áður en nokkur fór að amast við því. Er deginum ljósara að það er hernaðar- stefnunni beinlínis að kenna.1) Kirkja Guðs hefir átt erfitt aðstöðu. Titt liafa safn- aðarmeðlimir og útlendir starfsmenn hennar sætt ofsóknum og ójöfnuði á ýmsa lund. — Samfara liraðri elling þjóðernishreyfingarinnar hefir megnt útlendingahatur látið á sjer bera, svo að útlit hefir veriö fyrir að viðburðir siðustu aldamóta endurlækjusl. Kina hefir æfinlega farið hallloka í viðskiftum sfnum við stórveldin, og okkur, sem verndar þeirra njót- um, er nú óspart sagt til syndanna. Öflugur fjelagsskapur hefir myndast, með það eitt augnamið að gera krist- indóminn landrækan. Enda stafa ofsóknirnar ósjaldan af heimskuleg- um æsingum, sem ekki gera greinar- mun góðs og ills sjeu, úllendingar við riðnir. Oft hafa slíkar hreyfingar orð- ið samtmálefni Krists að liði, og svo mun reynast enn að lokum. 1) Sumir hershöfðingjarnir hafa látið kristna bændur ldnverska sæta afarkost- nm er þeir skoruðust undan að rækta opíurtrsjurtir. Ritstj. Fví hefir Guð svo hagað á þessum erfiðu tímum, að sá maður, sem sjer hefir bestan orðstýr getið allra leið- toga þjóðarinnar síðustu árin, er mjög ákveðinn og athafnamikil Krists- trúarmaður1). Margar miljónir þessa mikla ríkis trúa þvi nú orðið fast- lega, að Feng Yuhsiang sje sá bjarg- væltur þjóðarinnar, sem nú megi treysta. Mun meira fyrir honumbeð- ið en nokkrum öðrum manni i Kina, og er þörf á því. Kínasambandið norsba vinnur að kristniboöi norðarlega i Mið-Kfna. Á starfssvæði þess hefir verið tiltölulega minna um óeyrðir og æsingar en víða annarstaðar. — Minna hefir borið á ræningjum en í fyrra, að því leyti hafa aðstöður batnað. Fjelaga minn, Árna Anda hneptu þó ræningjar í varðhald mán- aðartíma, og hvað eftir annað hafa þeir haft í hótunum við oss. Safnaðarslarfinu hefir miðað jafnt áfram; hefir frjáls þáttaka safnaðar- meðlima töluvert aukist. Siðustu ár- in hefir yfirleilt mikið borið á ein- ingar- og sjálfstæðisþrá kristinna safnaða í Kína. Úr verklegum framkvæmdum hefir litið orðið. Því valda peningakröggur. Stærra sjúkrahús á þó bráðum að fara að byggja. Skólahald er þó í líku horfi og áður. Sálmasöngsbók er nýbúið að gefa út, með 300 lög- um. Safnaðarsöng er hjer mjög ábót- vant, er þátltakan allgóð, en fólkið ákaflega ólagnæmt. 1) Feng hershöfðingi »hinn kristni«, sem getið var um í Bjarma í fyrra vetur, hefir reynst sigursæll mjög að undan- förnu. Reynir hann, ýmist með bliðu eða striðu, að fá innlenda valdhafa til að taka höndum saman gegn öllum erlendum yfir- ráðum. En að triimálum vinnur hann enn sem fyr. Ritstj.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.