Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 9
B JARMI 5 Sá verður aldrei samur inaður, er sjeð hefir dýrð Krists. Kristur lifir! Vjer höfum sjeð dýrð hans! Lútum honum í heilagri hrifn- ing og leggjum hans vegna glaðir alt í sölurnar! Með einlægri bróðurkveðju frá sendiboða ykkar í Kína! Óla/ar Ólajsson. Gamlar minningar. Bjarmi hefir sluudum mælst tll þess, að gamalt fólk skrifaði lionum eitthvað ai' minningum sínurn frá fermingarundir- húningi og fermingardcgi sínum. Er lijer birtur slikur »minninga-kaili<( frá góð- kunnum íslendingi vestur við Kyrrahaf. »Jeg ólst upp hjá sra Sigurði pró- fasti Gunnarssyni á Hallorinsstað í Suður-Múlasýslu (föðurbróður sra Sigurðar Gunnarssonar í Reykjavík). Fermdi bann mig 14 ára gamlan, á- samt 7 böruum öðrum, á þrenning- arhálíð, fyrir 52 árum siðan. — Sra Sigurður var atkvæðamikill maður og ágætur barnauppfræðari. -- Hann bjó okkur allan veturinn fyrir undir ferminguna og hafði öll fermingar- börnin hálfar og heilar vikurnar hjá sjer síðustu mánuðina. Við ferming- una raðaði hann börnunum kringum gráturnar, eftir því hvernig þau voru að sjer, piltum til vinstri en stúlkun- um til hægri, þegar hann sneri sjer að þeim frá altarinu. Nú mun þetta alt vera breytt. Þau böm sem fyrir stóðu voru næst altarinu. Jeg var ann- ar í röðinni frá þeim, er fyrir slóð af drengjunum, og jeg man það, að jeg var hæstánægður með það, því dreng- urinn, sem stóð fyrir, var bæði flug- næmur og skilningsgóður fþar eftir (Einar Bjarnason'] fráJFreýshólum] í Skógum). Við lærðum gamla kverið alt með 8 kapítulunum — (i. kap. langa, og urðum að kunna það eins og faðirvorið. Jeg var ekki næmur á lesmál, hvorki í bundnu nje óbundn- um stíl, en ef jeg heyrði lag sungið á þeim árum, þá kuuni jeg það. — Enda tók það mig 3 vetur að læra kverið. Vinnukona á Hallormsstað var látin kenna mjer það. Ljet hún mig læra vanalega um eina blaðsiðu í rúmi mínu á morgnana og hlýddi mjer svo yfir þegar jeg kom á fætur. Varð jeg þá að passa mig með að kunna, annars var hún hörð við mig og bilur í orðum, en undur góð þess á milli; hún var vel skörp og ágæt- ur kennari. Enda fjekk jeg orð fyrir að kunna kverið mitt manna best, en skilningurinn var ekki, eða naum- ast, að því skapi góður. Konan þessi var Sigríður Stígsdóltir frá Keldu- skógum á Berufjarðarströnd, prýðis- vel gefin til sálar og likama. Siður var við fermingu barna i þá daga, að foreldrar barnanna, sem fermast áttu, tóku þau með sjer út úr kirkjunui meðan preslurinn var í slólnum, og lögðu þeim eitthvert gotl orð á hjarta eða í munn þegar aö alhöfinni kæmi, og man jeg það, að faðir minn gerði þetta, þegar jeg fermdist. Sjerstaklega var það heit- ið, sem hann áminli mig að hugsa ílarlega um, þegar jeg inti það af hendi og halda það sem best að mjer væri unl, og liugsa ávalt til þess þegar jeg ætlaði að brjóta það með vondum tilhneigingum; ofl heíi jeg hugsað um þann »eið« síðan, og hvað illa hann er haldinn. Samt held jeg hann veki oft til iðrunar og aftur- hvarfs. — Háscas Thorlaksson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.