Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 10
6 B J A H M 1 Mínningarorð. Merkur Súgfirðingur hefi sent Bjarma langt brjef um sra Porvarð sál. Brynj- ólfsson fyrv. sóknarprest sinn og greitt sjálfur kostnað af myndprentuninni- Gæti það verið bending til fleiri annarsstaðar, að sjá um að mynd látins sóknarprests þeirra birtist í prestafjelagsrit. eða Bjarma. 1 brjefinu er svo hlýlega og sanngjarn- lega talað nm sra Porvarð, að það gæti vel verið fyrirmynd ýmsra eftirraæla, en þvi miður bætir brjefritarinn við: »aö hann ætlist ekki tilað brjef sitt sje prentað orðrjett. — að eins haft til hliðsjónar«. Hann telur sra. Porv. — eins og aðrir kunn- ugir — hafa verið ágæt- anbarnafræðara, prúð- mcnni og ljúfmenni í allri framkomu heima og heiman, gestrisinn, búsýslumann í besta lagi og bindindisstarfs- mann góðan. Ræður hans hafi verið vel hugsaðar og eftirtekt- arverðar, en ekki flutt- ar eins vel og skyldi, og að því sumir fund- ið nokkuð. Siðustu ár- hafði sra Porv. sjúk- dóm i tungurótum|svo honum varð þessvegna óhægra að flytja vel ræður. Knn fremur skrifar brjefritarinn: »Tækifærisræður hans voru margar ágætar, og kom þar ljósle,ga fram hin innilega samúð, er hann hafði með sóknarbörnum sínum, hvort sem um sorg eða gleði var að ræða. Hann las mikið og fylgdist vel með þeim hreyfingum, sem verið hafa i kirkjulífi okkar, var hann í rauninni fast fylgjandi hinni eldri stefnu, og þótt stundum virtist hann fara ofmik- ið effir einstöku nýjungamönnum, þá var það af því hann að gætti sín ekki í svip. Faðir var hann ástríkur barna sinna, og sambúð þeirra hjóna hin besta, enda átti hann þeirri hamingju að fagna, að eiga ágætiskonu og að öll börn hans, 10 að tölu þau er lifa, eitt dó ungt, eru hin mann- vænlegustu og hafa mikla andlega og líkamlega hæfileika. Hann kunni líka að meta þann fjársjóð, sem hann átli í þeim, því þau 6, er upp ern komin, hefir hann öll koslað til menta, hvert eftir því er það óskaði helst. Hið sviplega frá- fall hans mun hafa snortið tilfinnanlega alla þá, nær og fjær, er náin kynni höfðu af honum og kunnu rjettilega að meta þann góða mann er hann hafði að geyma«. Sra Porvarður sál. var fæddur á ísafirði 1863. Foreldrar hans voruBrynjólf. Oddsson síðar bókbindariiRvík og Rannveig kona hans Ólafsdóttir frá Kala- | stöðum. Hann útskrifaðist úr prestaskól- anum 1892, var síðan um liríð barnakenn- ari í Múlasýslum. Varð haustið 1906 for- stöðumaður fríkirkjusafnaða i Vallanes- preslakalli, en fjekk Stað i Súgandafirði 1901, og var þar jafnan síðan. Kona hans, sem liflr mann sinn, er Anna dóttir sra Stefáns Pjeturssonar, síðast prests á Hjaltastað (f 1887). Vió itrestskosuiugu í Bolungarvík hlaul síra Páll Sigurðsson, á Garðar, þorra grciddra atkv., og 1 Vallanes-prestakalli var síra Sigurður Þórðarson, sem þar er scttur preslur,einnig kosinn með porra atky, Sra Porvarður Brynjólfsson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.