Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 14
10 B JARM 1 Kristniboðs-skipunin. Farið og gjörið allar þjóðir að lterisTeinnm Matt. 28: 16—20. Hvernig ber að skilja þessa trú- boðsskipun? Hvernig er hægt að gera allar þjóðir að lærisveinum? Segir ekki Jesús sjálfur, að þeir sjeu fáir, sem finna veginn lil lífsins (Matt. 7: 14)? Segir hann ekki líka, að margir sjeu kallaðir, en fáir út- valdir (Matt. 22: 14)? Kemur það ekki alstaðar fram í Nýjalestament- inu, að hinir trúuðu muni jafnan verða í miklum minnihluta í heim- inum? Jú, *því er ekki að neita, að svo er. Jesús kallar iærisveina sína »litla hjörð«, og honum var það auðvitað Ijóst, að sá lími mundi aldrei koma, að allir einstaklíngar heillar þjóðar yrðu persónulega sannkristnir. En annað mál er það, að hægt er að kristna eina þjóð í heild sinni. Með skfrn og fræðslu er hægt að láta heila þjóð ganga í skóla Krists. Það má kalla heila þjóð og boða henni guðsríki. Allan þjóðarakurinn má plægja og sá. Það má veita öllum kost á að öðlast frelsið, ef þeir að eins sjálfir aðhyllast það. — Hvað verður hveiti og hvað illgresi, það mun dagur dómsins leiða í ljós. Sagan sýnir, að jafnvel hin ytri kristnitaka einnar þjóðar færir henni fylling blessunar. Jafnvel þeir menn, sem ekki verða persónulega höndl- aðir af Kristi og frelsaðir, njóta þó á allan hátt góðs af áhrifum og and* legu valdi kristindómsins. Þeir njóta góðs af kristilega andrúmsloftinu, sem þeir anda að sjer, kristilegum siðum og venjum, kristilegum hugs- unarhætti og löggjöf. Hugsum oss að eins, hvílíka bless- un fagnaðarerindið hefir flutt okkar eigin þjóð. Það besta, sem við eigum hjer í heimi, það er frá Kristi, hvort sem við þekkjum hann persónulega eða ekki. Það besta, sem skáldin yrkja, það hafa þau einnig fengið frá Kristi. Og slíkt hið sama gildir alstaðar, þar sem fagnaðarerindið nær til. Það leggur nýjan grundvöll undir þjóðfjelagslifið. Það fyllir hjúskapinn nýlum anda. Það veitir konunni afl- ur mannrjettindi hennar og mann- gildi. Það gefur barninu nýtt gildi og nýtt uppeldi. það telur ekki vinnuna til vansæmdar, heldur til heiðurs. Minnumst þess, að auk þess sem fagnaðarerindið er hinn eini frelsandi sannleikur, þá er það einnig óvið- jafnanlegt menningarmeðal. Það má vel orða þetta svo, að þeir menn, er ekki vilja aðhyllast frels- andi áhrif fagnaðarerindisins, njóli eigi að síður mikils góðs af hinum ytri, tímanlegu gæðum, sem ælíð eru fagnaðarerindinu samfara. En hvernig hefir nú kristin kirkja sint þessari beinu og ótvlræðu trú- boðsskipun? Hvað hefir hún gert, lil þess að koma alríkishugsun Krists í framkvæmd? Þar til er þessu að svara: Nærfelt 1900 ár eru liðin, síðan trúboðsskip- unin var gefin, og enn eru það ekki nema þriðjungur af íbúum jarðarinn- ar, sem fengið hefir að heyra fagn- aðarerindið. Þetla er ægileg ákæra á hendur kirkju Krists og ómótmælanleg sönn- un þess, að þeir hafa verið margir, sem hafa kallað Krist »herra, herra«, en látið vera að hlýða boðum bans, að minsta kosti í þessum efnum. Það hafa verið þeir tímar, er menn hafa Iátið sjer svo ant um að skara ljósið heimafyrir, að þeir hafa alveg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.