Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 8
Kristniboði ybkar hefir átt því láni að fagna liðið ár, að geta helgað ferðaprjedikun krafta sína óskifta. Útstöðvar eru margar í Laohokowsókn , (sbr. ársskýrsluna í fyrra), og skyldi þeim veitt eftirlit. En mestum tíma hefi jeg varið til að boða fagnaðarerindið meðal heið- ingjanna. Mjer telst svo til, að 6 mánuði þessa árs hafi jeg í þeim erindum, verið á sifeldum ferðalögum. Tilþess gæti jeg nú hugsað með gleði, ef mjer ávalt hefði virst árangurinn tiltölu- lega eins mikill og erfiðið. Samkomur fyrir heiðna menn voru æfinlega vel sóttar, og mjer hefir virst fólk fúsara til að hlýða boðskap okk- ar en þrjú undanfarin ár. Nýjatesta- menti kaupa menn iðulega og þús- undir smárita hafa með sýnilegri ánægju verið móttekin. En að koma á bihlíu- eða trúarbragða-námskeið veitist öllu erfiðara. En til þess ern dæmi, að tilheyrendur okkar hafa ótilkvaddir varpað skurðgoðunum út, og jeg hefi sjaldan haft ástæðu til að efast um að slík hugdirfð væri frá Guði, þó annað sje að helga hjarta sitt Kristi. Minnisstæðasti viðburður ársins er skirnarathöfnin í Líðgjagi síðastliðið vor. Guð hefir ugglaust um það vitað að mjer var þá þörf á að njóta gæða eiiífa lífsins i samfjelagi heilagra, eft- ir siðustu hringferðina til útslöðv- anna. Um framtíðarhorfarnar. hefi jeg fátt að segja. f ráði er að jeg flytji alfarinn til Yunyang, (nyrðsta aðalstöð á bökkum Hanárinnar, 300 milur fyrir ofan Laohokow), er þar að eins einn kristniboði í stærstu sókn- inni okkar. í nyrðstu fjallahjeruðum tveimur, er yfir hálf miljón íbúa og þeim hefir enginn enn þá boðað Krist. Ef Guð lofar, mun jeg þangað fara með íslenska ferðatjaldið áður en veturinn er liðinn. Hlakka jeg mikið til þeirra ferða, sjái jeg mjer fært að launa innlendan aðstoðar- mann. Framtíðina verður maður að sjá i Ijósi fortíöarinnar. Það er vitnisburð- ur allra, sem Drottni hdia trúir reynst, að vel muni úrrætast, þótt útlitið sje ískyggilegt, og að þjónár hans þurfi engu að kvíða. Áhugi Guös barna heima hefir á liðnu ári bent i þá átt, að slyrk muni ekki þann Ianda vorn skorta, sem helga vill sig þessu góða verki. Krislnum mönnum er ekkert velferðarmál hugðnæmara en en trúboðið, sje jeg þess nú mörg dæmi er jeg lít um öxl yfir liðið ár. »Vjer prjediknm Krist« — já, það höfum vjer reynt að gera — fyrir Guös náð. Fyrirmyndar kristni- boðinn mesti, Páll, segir oft í brjef- um sínum, að hann prjediki ekkerl annað en Krist. En hafið þið tekið eftir því, að á tveimur aðalstöðun- um, I. Kor. 1, 23. og II. Kor. 4, 5. ritar hann um mikla og sjerstaka erfiðleika, sem »Krists-boðinn« á í. Pvi hafa sumir breytt til, og eru nú hættir að prjedika Krist, hættir að prjedika heimsku krossins og undur páskahátíðarinnar. Peir hafa breytt til, en þeim hefir hraparlega mistekist, eins og líka mis- skilningur þeirra er hraparlegur. — Af hverju stafa erfiðleikar »kristni- boðans?« — »Guð þessarar aldar hefir blindað augu hinna vantrúuðu«, segir Páll, »lil þess að ekki skuli skína birta af fagnaðarerindinu um dýrð Krists«, — því skal engu breytt til í boðskapnum, að breyting verði á tilheyrendum vorum. Pví sú breyt- ing getur að eins á oröið fyrir boð- un Krists, akraft Guðs og speki Guðs«.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.