Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.01.1926, Blaðsíða 15
B JARM1 lí gleymt þeim, sem ráfuðu út i svart- nættismyrkri heiðninnar. En þar með er oss eftir skilin sú skuld, sem oss er skylt að borga. Guði sje lof fyrir það, að Andinn, sem Jesús bjet að senda lærisveinum sínum til að minna þá á alt, sem banu hafði sagt við þá, — að sá hinn sami Andi hefir nú rækilega mint kirkjuna á trúboðsskyldu hennar. Já, á vorum dögum — tímum trú- boðsins — skal enginn gela sagt, að hin heilaga trúboðsskipun sje ekki brýnd fyrir kristnum mönnum. Það er því harla erfitt að hugs sjer þann mann kristinn, sem ekki vill vera samverkamaður að trúboði. En að lokum þelta: í*að kemur sá dagur, er vjer verðum allir leiddir fram fyrir dómstól hans, sem hefir alt vald á himni og jörðu. Fyrir oss veltur þá alt á því, hvort vjer höfum verið honum hlýðnir yfirleitt — og í því, að gera allar þfóðir að Krists lœrisveinum, Sr. K. Schreiner. Á. Jóh. Þegar jeg sá og heyrði Torrey. Jeg heyrði Torrey í New York haustið 1920. Anna vegna gat jeg ekki farið nemaá kvöldsamkomuna ogkom þá svo seint að sæti voru engin auð í hinum mikla kirkjusal, nema mjög utarlega; samkoman var þó ekki byrjuð. Ugglaust liafa fleiri en jeg hlakkað lil þessarar samkomu. í enskumæl- andi löndum mun Torrey vera vin- sælastur og viðfrægastur núlifandi kennimanna. Hann er maður háment- aður og hefir samið mesta fjölda guðfræðilegra rita. Var hann fyrsti forstöðumaður Moody skólans i Ghi- cago’) og stofnaði siðar biblíuskólann mikla í Los Angeles, sem hann ný- lega er farinn frá. En Torrey. ferða- prjedikarinn, er þó efiaust mönnum kunnastur og kærastur. Hefir hann farið víða um heim og alla leið til Kína. Engu fyr mun mönnum fyrn- ast minning um Torrey og Alexander, en Moody og Sankey. — Nú eru þeir allir heim farnir nema gamli Torrey. Ekki trúi jeg öðru en að þig setji hljóðan horfirðu yfir áhorfendaskar- ann. En sá friður! Flestir drjúpa höfði og biðja — i hljóði. Hvílík kyrð! Þó mun þjer finnast, að hjer gangi mikið á. Yfirborðið er lygnt og spegilsljett, en Guð er vottur ólgu sálardjúpsins, mestu og alvarlegustu baráttu mannlifsins. Og í hinum mikla nið bænamálsins tekur hann eftir andvarpi hvers einasta mannsbarns — út af fyrir sig. Á lágum palli stendur ofurlítill ræðustóll, tæplega mittishár. En Torrey stígur ekki í stólinn; hann slendur fyrir utan og styður hægri hendi á stólbríkina. Hann er maður þrekinn, nokkuð hár og teinrjettur; sköllóttur er hann, en hvíta hárið á vöngunum og gráa skeggið fer hon- um prýðilega. Ekki er hann fyrir- ferðarmikill á meðan á ræðunni stendur; hreyfir hönd öðru hvoru og talar svo blátt áfram að jeg er enn þá ekki alveg viss um hvort hann sje mælskur eða mjer sje óljóst hvað sönn mælska er. Rómurinn er karlmannlegur en þægilega lágur og framburðurinn einstaklega skír og greinilegur. Ræðan minli mig undir eins á »HeiI- ræði« Hallgríms Pjeturssonar1 2). Hjer 1) Sbr. Bjarma 1921. 8 tbl. 2) Ræðan barst mjer nýlega prentuð í hendnr, svo rifningarstaðir og alt annað

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.