Bjarmi - 15.02.1926, Page 10
46
n .1 A R M I
Únítara-trúboð
væntanlegt?
Hlaðið Lögberg i \Vinni])eg flytur 3
des. f. á. eftirtektaverða grein, sem það
kallar ))(irundvöllur að guðsríki lagður á
meðal Vestur-íslendinga«, og þar sem ým-
islegt í greininni snertir alla íslendinga,
birtir Bjarmi meginatriði hennar.
Lögbergi hafði borist ársskýrsla Úní-
tarafjelagsins í Boston yfir árið 1925 og
ársrit pess fyrir 1925—26. f fyrra ritinu
skrifar hr. E. S. Forbes únítaraprestur
um únítaratrúboðið meðal Vestur-íslend-
inga og segir par meðal annars að sra
Melan sje hinn »ákjósanlegasti brautryðj-
andi« og um starf sra Alberts Kristjáns-
sonar únítaraprests: »Verkið er erfitt, pótt
eigi beri mikið á, en með pvi er lagður
traustur grundvöllur að ríki Guðs.“
Ritstjóri í.ögbergs skrifar svo á pessa
leið:
Mr. Forbes heldur auðsjáanlega, að út-
sveitafólkið íslenska í Ameríku sje hund-
heiðið, og ef til vill íslendingar allir —
svo heiðnir, að únítarar austur i Boston
finni sig knúða til pess að verja stórfje
árlega til pess að leggja »undirstöðuna«
að guðsriki á meðal peirra.
Oss dettur ekki annað í hug, en að peir
geri pelta í bestu meiningu, og að peir
vilji með pví leitast við að frelsa sálir
íslendinga frá glötun.
En pó að vjer finnum til peirrar um-
hyggju fyrir sálarvelferð íslendinga, pá
getum vjer naumast sætt oss við pann
skilning Mr. Forbes á hinu andlega ásig-
komulagi peirra, að par sje ekki um neina
»guðsrikis undirstöðu« að ræða. Oss finst
satt að segja, að petta sje einhver sú
mesta fjarstæða, sem vjer höfum nokk-
urn tíma sjeð á prenti um pá eða nokkra
aðra, og meira en pað, oss finst pað vera
móðgun á hæsta stigi gegn öllum íslend-
ingum, en ekki sísl gegn íslenskum mæðr-
um í nútíð og fortið, sem í ljósi Guðs
orða hafa leitast við að leiða börnin sín
að kærleikshjarta Guðs.
En petta er nú nokkurs konar útúrdúr,
pví Mr. Forbes hafði ekki lokið máli sínu,
Pegar hann var búinn að skýra frá undir-
stöðu-byggingu sra Alberts Kristjánssonar
undir guðsriki á meðal íslcndinga, fer
hann að segja frá starfi sra Rögnvaldar
Pjeturssonar, og gerir pað á pessa leið:
»Auk pess að heimsækja bygðirnar, sem
lengra eru vestur, pá hefir Mr. Pjetursson
unnið mikið að útgáfu blaðsins »Heims-
kringlu«, hinu kristilega málgagni íslensku
kirknanna, og er vafasamt hvort pær gætu
haldist við án pess.«
»Starfið í Ameríku gengur vel og cykst
að miklum mun í framtiðinni. Pað er nú
kominn timi til pess að hefja starfsemi á
íslandi sjálfu. Sterk frelsisalda á trúmála-
sviðinu í Reykjavík mundi taka frjálsri
kirkju fegins hendi. Kirkja sú mundi
draga til sín æskulýð borgarinnar, og hún
mundi verða varnarmúr gegn vissum aft-
urhaldstilhneigingum, bæði á trúmálalegu
og borgaralegu sviði. Tækifærið er okkar;
pað væri slys, ef við hagnýttum okkur
pað ekki fyllilega.«
Svo pað lítur út fyrir, að pessir bless-
aðir Bostonmenn ætli ekki að gera enda-
slept við íslendinga, heldur leggja grund-
völlinn að guðsríki — líka heima á landi
feðra vorra.
f Árbókinni (Year Book) stendur eftir-
fylgjandi skýrsla:
»Hugsun manna í sambandi við trúfrelsí
hefir náð eftirtektaveiðum proska á ís-
landi. Hófst hún um miöja síðuslu öld
með peim Magnúsi Eiríkssyni cand. theol.,
Birni Gunnlaugssyni og Eiriki Magnús-
syni; og hafa frjáls trúarbrögð proskast
par síðan, bæði innan kirkjunnar og
mentastofnana landsins.
Allir pessir menn voru ákveðnir úní-
tarar, sá fyrst og síðastnefndi á borð við
Theodore Parker, par sem prófessor Gunn-
laugsson líktist meir peim Whittier og
Longfellow. En ef til vill hefir pó skáldið
Dr. Matthías Jochumssón á Akureyri, sem
lengi var prestur í pjóðkirkjunni lúthersku,
verið pektastur talsmaður únítariskrar
kristni á siðastliðinni hálfri öld. Hann
lók pátt í únítarisku hreyfingunni árið
1873, og varð pá fregnriti breska og út-
lenska únítariska fjelagsins, á íslandi.
Ljóð hans og einkum sálmar, sem margir
eru teknir upp i liina lögákveðn'u kirkju-
söngsbók ríkiskirkjunnar, hafa náð með
boðskap sinum, góðvild, von og kærleika,
til hjartna landsmanna hans.
Háskóli íslands, pó hann sje miklu minni
en Hatward háskólinn og poli ekki saman-
burð við hann yfirleitt, er hann pó líkur