Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.02.1926, Page 16

Bjarmi - 15.02.1926, Page 16
52 B JARMl kvenna, 500 kr. isl. frá K. F. U. K. í Rvík og hilt frá kristniboðsfjelaginu í Rvik. Við sjómannaguðþjónusturnar i Rvík komu til Sjómannastofunnar í Rvik 934,70 kr. i dómkirkjunni og 284 kr. í fríkirkj- unni. Elliheimilið í Rvík. Kvartað hefir verið yfir þvi, að gamla fólkið yrði æði oft hart úti. Fátt mundi þyngri raun en verða vinasnauður »sveitar ómagi« i elli sinni, og jafnvel mörg bjargálna »börn« væru gleymin þegar örvasa foreldrar ættu hlut að máli. — En því ánægjulegra er að verða var við hvað margir hugsa og breyta á alt annan veg, og beinlínis þreifa á t. d. að Elliheimilið Grund í Rvík er einhver allra vinsælasta stofnun í höfuð- staðnum. Má minna hjer á eitt nýtt dæmi þess. f f. m. fiutti Vísir tilmæli um að styðja gamla konu, til þess að hún gæti verið áfram á Elliheimilinu, eða styðja svo heimilið, að það gæti tekið hana meðgjafarlaust. Pá komu að vörmu spori svo mörg tilboð um styrk að nóg hefði verið með þremur gamalmennum, og sumir bættu því við tilboð sitt, »ef þess þarf ekki til með- gjafar þá leggið það í byggingarsjóðinn«. Heimilið er langt um of litið, tekur eina 24, en verður stækkað eða annað hús stærra reist, vonandi í sumar. — Heyrst hefir að einstaka menn utanbæjar sjeu að hugsa um að gefa heimilinu dán- argjafir, en vilji jafnframt að þær gætu komið sveitarfjelagi þeirra að liði; má koma því vel í kring, ef viðkomendur vilja ráðfæra sig við heimilisstjórnina í tíma um þau efni. Úr brjefi frá Kína 16. okt. f. á. Jeg hef verið að hugsa um nokkuð, sem mjer ef til vill ætti að vera óvið- komandi eða a. m. k. mínu staríi, en get þess hjer ef Bjarma þætti það umhugs- unar vert: Ekki væri órjettlátt að fara nú að krefj- ast þess, að einn guðfræðiprófessora há- skóla fslands væri (orthodox) gamalguð- fræðingur. Eða er skortur á færum manni í liði okkar bibliutrúarmanna? — Mjer er þvi miður ókunnugt um hvað gert hefir verið í því efni, en er hálfhræddur um að gamalguðfræðingar hafi ekkert aðhafst. Annaö er það; íslenska kirkjan ætti að laka mikinn og sjál/stœðan þátt í þúsund- ára afmælishátið alþingis, árið 1930. Pess hljóta allir að æskja, sem ekki fá lifað þúsund ára afmælishátíð kirkjunnar sjálfr- ar, árið 2000. En vel á við og er alveg sjálfsagt að kirkjan taki sjálfstæðan þátt í haldi þessarar miklu hátíðar. — Jeg hjelt i sumar fyrirlestur á Haifjalli um alþingi íslands og þá fór jeg að hugsa um þetta. Á alþingi var ákveöið aö veita kristindóminum viðtöku, er það þýðingar mikið atriði, þó við óskuðum þess að kristindómurinn hefði til vor komið á nokkurn annan hátt. Á kirkjan því að taka sjálfstæöan þátt í hátíöahaldinu, enda er hennar saga (engu síður en al- þingis) saga þjóðarinnar, og er tími til kominn að um það sje rætt og hafinn undirbúningur. En honum skyldi svo hagað að þátttakan minni menn fremur á lif kirkjunnar en musteri hennar og höfðingja, beri ljósan vott um það að »Guðs/i«s er söfnuður lifanda Guðs, stólpl og grundvöllur sannleikans«, öllu fremur en ljósum skreyttar hallir, eða vísinda og valda setur. Hjeðan er ekkert að frjetta. Ágætis veður og mesta góðæri; enginn skortur á tækifærum til að vitna ineðal heiðingj- anna um Krist, og vitnisburðinura viða veitt móttaka engu síður en áður, þrátt fyrir að ofsóknir hafa verið óvanalega miklar upp á siðkastið. Auðvitað eiga enskir kristniboðar erfiðari aðstöðu en aðrir útlendir menn. Búist hefur verið við að hjer skylli á ef til vill mesta borg- arastyrjöld, sem komið hefur yfir þetta land. Útlitið var í haust harla ískyggilegl, en betur rætist úr fiestu en búist er við. Feng Yi'i-hsiang og Chang Tso-lin standa á öndverðum meiði og eru báðir nú orðið voldugir hershöfðingjar; sljórna þcir landinu. Blöðin ílylja mikinn óhróður um Feng, en verða þó að geta þess góða sem hann kemur til leiðar. — Mikið er beðið fyrir Feng, enda er mikil hætta á að hann »hel frjósi« nú á stjórnmála- gaddinum. — Jeg er á einlægum ferða- lögum, og er nú á förum til amerísku kristiboðsstöðvanna í Fanching — Hjart- ans kveðja. Ólafur Ólafsson. Útgefandi Slgurbjiirn A. Gislaaon. Prcntsmlðjan Gnlenhcrg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.