Bjarmi - 15.02.1926, Side 9
B JARMl
45
um byggt hans heilaga nafni — og
helgað með öllum okkar bestu og
göfugustu tilfinningum, má ekki af-
rækja að heldur, Munu þeir og helst
þangað koma, sem innilegast tala við
Guð í heimahúsum eða undir blá-
hvelfing alheimsmusteris hans.
En þrátt fyrir mörg messuföll og
fáa kirkjugesti, hefir Skeiöflatarkirkja
dregið til sín hugi manna. Hún hefir
að eðlilegum hætti orðið miðdepill
hinna andlega strauma hjer í s. 1. 25
ár. Hjer hafa prestarnir flutt lær-
dóminn um Frelsarann og vísað
mörgum ungling leiöina til hans og
vors algóða Föðurs. Þeir liafa frætt
ungdóminn og fermt hjer mörg börn
á hverju ári. Hjer hafa einnig krop-
ið við altarið inörg hjón er bundust
trygðaböndum og meðtóku blessun
frá Drottni. Hjer hafa margir — en
þó alt of fáir — minst Frelsara síns
í hinni heilögu kvöldmáltið. Og tekið
sjer göfuga og góða ásetninga við
náðannáltíð hans. Hjer hafa einnig
að síðustu numið staðar vinir og
vandamenn margra þeirra er hvíla
nú undir grænum leiðum hjer i garð-
inum úti fyrir. Því í þessi 25 ár,
hafa myndast hjer rúm 50 leiði.
margir liggja nú þar, að líkama til,
er ernir voru og á besta skeiði þegar
þessi kirkja var bygð. Þannig eru nú
lilfinningastundir vorar allmargra,
yngri og eldri búndnar hjer. Og þetta
hús er að ávinna sjer þá hlýju í
hugum sóknarmanna, sem ætti að
hvetja þá til að vera hjer sem oflast
við lielg og hátiðleg tækifæri.
Þá verður kirkjan okkar vörm. Þá
verður hún vel útlitandi, og enginn
dregur sig þá í hlje, að rjetta henni
hjálpar hönd.
Við höfum nú í dag numið staðar
i Guðshúsi, til þess að ryfja upp með
okkur 25 ára tilveru þess. Um leið
ryfjum við upp með okkur gleði-
stundirnar þar, sorgarsporin, sem við
eigum hjer, bænastundirnar og ár-
angur þeirra. Og okkur finst þetta
hús vera vígt okkar helgustu áhrifa-
stundum. Þegar við svo göngum
hjeðan, skulum við sameiginlega biðja
góðan Guð, að glæða kirkjurækni
okkar, því við þurfum þess sannar-
lega með að koma hjer saman oftar
en verið hefur, til þess að nálgast
okkar himneska Föður í einingu
andans. Og við munum sanna, að
því oftar, sem við komum hjer til
þess, því farsælla verður okkur líf-
starfið heima og því innilegra sam-
talið við Guð í heimahúsum. Leggj-
um því ekki kirkjuræknina á högg-
stokk tísku og tómlætis. — Leggjum
eigi niður góðar og gamlar feðra-
venjur, eins og uppfræðslu barnanna
í kirkjunni og altarisgöngur. Komurn
með börnunum okkar þangað, en
sendum þau ekki ein inn að borði
Frelsarans. Vermum kirkjuna meö
lieitum tilfinningum og bænaranda,
svo vjer sjeum lifandi steinar and-
legs musteris, sem uppbyggist hjer í
Jesú nafni og tökum undir með trú-
arskáldinu: »Indælan blíðan, bless-
aðan fríðan bústaðinn þinn« o. s. frv.
Drottinn, blessa þú okkur öll þessa
stund, og styrktu hverja þá og hugga,
sem á næstu 25 árum vinna til við-
reisnar kirkju þinnar hjer. Láttu lákn
krossins, ekki gnæfa hjer í framtið-
inni yfir beinagrindum einum, heldur
og yfir þeim lifandi mönnum í and-
anum, sem í alvöru — þó í veik-
leika sje — starfa fyrir eilífðarmálin
í nafni Frelsarans Jesú Krists. Þá
munu eftirkomendurnir Iíta með vel-
þóknun á slarfið og minnast með
hlýju leiðanna, sem fjölga hjer fyrir
utan, og faðirinn algóði gjalda launin
í sínu dýrðar musteri fyrir náð og
friðþægingu Jesú Krists.
Eyjólfur Guðmundsson.