Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 2
54 R JARMI nemenda var ekki heldur há fyrst i staö. Það virtust því litlar likur til að fyrirtæki þetta œundi langætt. ForgöngumeDn voru þó öruggir, því að þeir vissu að Guð var i verki með þeim. Og að baki þeim stóð trúað fólk iunan safnaðanna um land alt og bar fram slarfið með bænum og aðstoð. Prófessorarnir voru dugnað- armenn og vel að sjer, en það sem mestu skifti var, að þeir voru trúað- ir menn. Þeir unnu þvi brátt traust og kærleika nemenda sinna. Og hjer blómgaðist trúarlifið, en við háskól- ann fór því sihnignandi. Nemendur frá þessum árum eiga margar ógleym- anlegar endurminningar írá samlífinu í skólanum. Starfið tók nú að aukast ár frá ári. Nemendum fjölgaði, fjárhagur skólans batnaði og hann gat nú veitt allgóðan námsstyrk. 1913 fjekk hann rjett til að halda próf og hann hefir nú smám saman öðlast öll hinsömu rjettindi og háskóladeildin, þó mjög hafi það mætt mótspyrnu af hálfu nýguðfræðinga. Lengst af hafa þó allir guðfræðisnemar orðið að stunda »kennimannlega guðfræði« við há- skólann, og hinar mikilvægustu grein- ar námsins, prjedikun og sálgæslu, hafa þannig verið i höndum nýguð- fræðinga. En 1925 veitti stórþingið skólanum rjett til að stofna kenni- mannlega deild. Guðfræðisdeildirnar eru nú með öllu skyldar að skiftum og stúdentar geta valið a milli þeirra. Mun það að líkindum fremur draga úr kirkjudeilunni en auka. Húsakynai skólans bötnuðu. Hann eignaðist atlstórt hús á góðum stað i miðbænum, með fyrirlestrarsal, samkomusal, lestrarstofum og bóka- safni. Og sífelt fjölgaði nemendum, einkum þó siðustu árin. Tala þeirra er nú á 3. hundrað og meira en */s hlutar þeirra stúdenta, sem guðfræð- isnám stunda i Noregi, láta innrita sig í Safnaðarprestaskólann. Eigi mun lengi þess að biða, að bót ráðist á prestaeklnnni hjer í landi. Að því er námið snertir jafnast skólinn fyllilega við háskóladeildina og nemendur standa að engu leyti háskólanemendum að baki. 1924 gat hann í fyrsta sinn veitt einum nem- anda hina sjaldgæfu einkunn »lauda- bilis med indstillinga, háskóladeildin hefir ekki veitt þá einkunn síðan 1909. Efni til verðlaunaritgerðar gaf hann i fyrsla sinn 1923, ogverðlann- in hlaut einn nemenda. Og einn af nemendunum frá fyrri árum varð doktor teol. 1924 og er nú dócent í kirkjusögu við skólann. Prófessorarnir eru 6. Má að nokkru minnast 3 þeirra. Dr. O. Moe er for- maður skólans og prófessor i Nýja testamentisfræðum. Hann virðist eiga i miklum önnum, því að oftast er hann á hlaupum. Hann kemur með asa miklum inn i fyririestrasalinn og hefir fyrirlestur sinn svo ótt að erfitt er að færa i letur. En smám saman verður hann rólegri. Hann er mjög vel að sjer, og fyrirlestrar hans ero svo nákvæmir og efnismiklir að illt þykir að muna alt. Hann hefir skrif- að ágæta bók um Pál postula. Dr. O. Hallesby er prófessor í trá- fræði og siðfræði og m)ög vel látina Hann er hávaxinn og virðulegur, ea um leið svo alúðlegur og brosandí að hann er hugljúfi allra stúdenta. Hann er svo rólegur og gefur sjer svo gott næði, að ætla mætti að hann hefði lítið að gera. Ea það er vist öðru nær. Mest er hann kunnur fyr- ir drengilega vörn gegn nýguðfræð- inni. Haon hefir einnig ritað margar bækur kristilegs efnis og þykja þær frábærlega góðar. Ræðumaður er hann með afbrigðum og fiest sam- komuhús eru of lítil, þegar hann tal-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.