Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 3
B JARMI 55 ar. Pað er þó ekki mælskan, sem lað- ar mest, heldnr hinn hispurslausi og einarðlegi vitnisburður hans um frelsarann. K. Vold er prófessor í Gamlatesta- mentisfræðutn. Hann er rithöfundur Og allvel mælskur. í fyrirlestrum sín- um er hann svo hnittin og gaman- yrtur að vart verður hlátri varist. Um alla prófessorana má segja, að þeir gera sjer far um að beina stúd- eutnnum leið til sjálfstæðrar þekk- ingar og vilji engan veginn að þeir »fylgi í blindni kenningum lærifeðra sinna«. En umfram alt leitast þeir við að leiða stúdentana til trúarinn- ar á Jesúm og leiða þeim fyrir sjón- ir, að án þessa s}eu þeir ekki hæfir til prestþjónustunnar. Þeir grundvalla námið á fagnaðarerindinu og mark- miðið er, að prestaefnin skuli geta fooðaö hinn krossfesta og upprisna Jesúm Krist með lifandi sannfæring og óbilandi trúnaði. í bókasafninu má ekki einungis finna öll hin helstu rit eldri stefn- unnar, heldur og fjölda mörg af rit- um hinnar nýrri stefnu. Og i fyrir- iestrunum er tekið tillit til skoðana nýguðfræðinga og þær hraktar með rökum, er þær koma í bága við ritn- inguna og trúarreynslu kirkjunnar. Nemendur fá að kynuast báðum stefnum. Pó mikið sje annríki, er fjelags- lifið við skólann í mesta blóma og alt miðar það að efliug trúarlífsins meðal nemendanna. Kristilegt stúd- entafjelag hefir fundi sina í skólan- iim í hverri viku. Ávalt eru þeir vel sóltir enda eru þeir bæði hvetjandi og skemtilegir. Er á mörgum góðum ræðumönnum völ. Nefna má Halies- by prófessor, hinn mælska og guð- hrædda Ósló-biskup, Jóhann Lunde og hinn hærukrýnda prófessor Od- land. Einu sinni í viku safnast stúd- entarnir til bibliulestra, með líku sniði og í K. F. U. M. heima. Nem- endur hafa einnig smá fjelög, sem veita æfingar í að skýra ritninguna. Er það góð hjálp við námið og fje- lög þessi hjálpa til að knýta nem- endurna þeim bróðurböndum, sem seint rofna. Pjelagsmenn taka sig oft saman um að vera til altaris. — Á sunnudögum sækja nemendur auð- vitað kirkju eða önnur samkomuhús og nýlega hefi verið komið á litilli kirkju handa stúdentum. í sumarfríunum cru haldin kristi- leg ^túdentamót. Fyrir nokkrnm ár- um munda eigi margir hafa haft trú á, að hægt væri að safna saman stúdentum til slikra funda, sem likj- ast mest vakningasamkomum, og haldnir eru um hásumar, þegar hit- inn er mestur. Nokkrir trúaðir menn tóku sig þá saman og báðu Guð, sem alt megnar, að greiða leið. Og nú eru mót þessi haldin sumar eftir sumar og mjög fjölsótt, eigi að eins af norskum stúdentum, heldur einnig dönskum og sænskum. Efla þau mjög samúð hjá stúdentum, en trú- arliíið þó mest. Á ýtnsuin stöðum eru haldin guðfræðingamót og eru þau einnig vel sótt. Háskóldeildin hefir reynt að koma á samskonar fund- um handa ný-guðfræðiagum, en eigt lánaðist að fá svo marga þátttak- endur að hægt væri að koma þeim við. Prófessorarnir taka mjög þált í fjelagslifi nemendanna. Hallesby er jafnan einn af ræöuraönnunum á stúdentafundum. Og vor og haust halda þeir öllum nemendum sam- sæti i skólanum; en auk þess bjóða þeir þeim heim til sin einu sinni eða tvisvar á ári. Sjerstakiega verða stúdentunum minnisstæðar heim- sóknirnar hjá Hallesby og samræð- urnar við hann. Einn stórbóndi í ná-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.