Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I
57
varpaði dálitlum skugga yíir hann,
og festi minningarnar enn betur.
Pað var sunnudagur. Við ætluðum
til kirkjunnar, giftingin átti að fara
fram eftir messu. Ekki var það á-
formað að halda neina veislu, en við
áttum von á bróður mínum og mág-
konu og fáeinum kunningjum heim
með okkur frá kirkjuDni, svo að
Helga hafði viðbúnað nokkurn, að
þeim yrði veitt sæmilega.
Ábýlisjörð okkar var, eins og þeg-
ar hefir skiiist á sögu minni, afskekt
heiðarbýli og langur vegur til bæja,
eyðilegt var þar þó engan veginn. —
Bærinn stóð og stendur enn í grænu
dalverpi með grösugum hlíðum á
þrjá vegu, þær voru skjólgarðar við
næðingum, stormurinn gat þolið og
hamast í fjallinu fyrir ofan, en heim
til okkar náði hann ekki. Það var
oft unaðslegt á Núpi — ekki síst á
kveldin þegar kyrt var og sólin seig
i vestri á bak við háa jökulþakta
hnjúka, sem setti dreyrrauða við
kveldkossa sólarinnar, en skuggarnir
í dalabotnunum föðmuðu hlíðarnar á
meðan áraldan hjalaði hljótt við sefið
hjá árbakkanumf* framundan bænum.
Við Helga lifðum vissulega marga
sæluslund við skrautbúinn barm
fóstru okkar. En þetta eru útúrdúr-
ar frá því, sem jeg ætlaði að segja
frá. — Jeg hefi alla-jafna verið ár-
risull maður, og þennan dag fór jeg
á fætur fyrir aliar aldir. »Morgun-
stund gefur gull í mund«, þegar
hreint og hressandi fjailaloftið fylti
mig af heilnæmi og nýju lífsmagni,
og aldrei hefi jeg fundið betur ná-
vist Drottins en á dýrðlegri morgun-
stund, hvort sem það var heiðbjört
sumarsólin, sem skein í heiði, eða
tindrandi vetrarstjörhur, sem lýstu
bláan himinbogann.
Við áttum langa leið fyrir hönd-
um til kirkjunnar og þurftum að
komast snemma á stað. Jeg sókti
hestana í tæka tíð, og við vorum
ferðbúin snemrna.
Heiga var hýr á svipinn þegar hún
kom út á hlaðið aö heilsa upp á
Skjóna sinn, og færði honum um leið
vænan mjólkursopa og smjörklípu,
sem tekið var þakksamlega við.
wÞú sparar ekki við Skjóna«, sagði
jeg hlæjandi.
»það er hátíðisdagur i dag«, svar-
aði Helga i gæluróm og strauk um
brjóstið á klárnum, um leið og hún
leit á mig brosmildu augunum fögru.
»Heldurðu að Sjóni minn verði ekki
að njóta þess ofurlítið með okkur?«
Nokkru fyrir dagmál hleyptum við
úr hlaði. Jeg man það lengst hvað
Skjóni bar fimlega fæturna með hring-
aðan makkann og eldsnör augun,
sem brunnu af ákefð og metnaöi.
»Han er ekki latur sá skjótti núna«,
sagði jeg eftir fyrsta sprettinu. »Jeg
er hálfhræddur um þig á honum«.
»Hræddur um mig á Skjóna«, hafði
hún upp eftir mjer og hló hjartanlega.
»Hann er ofsafenginn klárinn, þeg-
ar þvf er að skifta«, sagði jeg, »og
biessuð gáðu nú að því að hleypa
ekki galsa í hann«.
Helga hló aftur. »Ertu hjartveikur
í dag, góði?«, sagði hún, og reið fast
npp að hliðinni á mjer. »Dreymdi
þig illa í nótt?« bætti hún við glettn-
islega.
»Sei, sei, nei, mig dreymdi alls
ekkert í nótt«, svaraði jeg. »En það
kemur vökunni við, þetta með Skjóna
þinn. Haltu vel við hann. Hleyptu
honum ekki um of. Það verða sjálf-
sagt fleiri á ferð, þegar nær dregur
kirkjunni, fólk fer á kreik í góða
veðrinu, og ef að við lendum i sam-
reið, væri líklega rjettara að við
skiftum um hesta. Klárinn minn
veröur aldrei mjög baldinn þótt hann
sje vel viljugur«.