Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 6
58 BJARHI »Blessaður vertu«, sagði Helga og hafði mjög gaman af varkárni niinni. »Jeg veit að þjer gengur gott eitt 'til, en heldurðu að mjer sje ekki ó- hætt á honum Skjóna, jeg hefi kom- ið honum á bak fyr en i dag, og hvernig heldurðu að jeg geti látið nokkurn annan hest bera mig inn í hjónabandið?« »Ekki ríðurðu á Skjóna þiuum inn að altarinu«, sagði jeg og hló. »Nei, nei«, svaraði hún. »Jeg tek svona til orða að gamni mínu, en jeg hefi alt af hugsað mjer að silja á Skjóna mínum þegar jeg lu-.lt mest við«. Við hjeldum áfram ferðinni um fremur ógreiðan veg, þar til dró lengra ofan eftir sveitinni, þá batnaði veg- urinn og var með köfiam ágætur. Það hefir margan manninn hent, að falla fyrir »freistingum«, sem er sam- fara því, að sitja á góðum hesti, og við Helga urðum í þeirra tölu. Við riðum í loftinu, eins og hestarnir komust, og bágt er að skera úr því hverjum leikurinn var kærastur, k!ár- unum, eða okkur sjálfuna, en fúsir voru þeir til hlaupanna, og fljótir til sprettanna, það var eins og Skjóni tylti ekki fæti við jörð, ýmist rann hann á hinni fegurstu vekurð, sem jeg hefi sjeð, eða hann þreif til stökksius, með þeirri snerpu og á- kefð, að sá rauði minra drógst langt aftur úr, og taldi jeg hann þó með fljót- ustu hestum, og reið nú sem þjettast, Vegurinn lá utn sljetta mela, og Helga hvarf mjer brátt sjónum. Moldrykið þyrlaðist undan fótum Skjóna, svo að huldi hest og mann. Jeg náði henni þar sem melunum lauk. Við fórum þá af baki og leidd- um hestana á gras, þar sem oft var áð. Helga fór að fljetta hár sitt, sem var farið úr fljettunnm. »Þelta er hreiu og bein fanta reið«, sagði jeg. »Við megum ekki ríða svona illa, Helga«. »Skjóna minn langaöi svo til a& hlaupa«, svaraði hún. »Gerði haon það ekki Iaglega?« «I'að held jeg nú«, sagði jeg. »En þarna kemur fólk. Eigum við ekki að biöa hjer, þangað til það er farið fram bjá, og sjá hverjir það eru?« Helga leit við sem snöggvast. Henæii brá, sýudist mjer. »Eru það ekki Dalsfeðgar?« sagði hún, og nú varð röddin snörp og knidaleg. »Ekki sje jeg betur, og einhverjir með þeim. Nei, jeg bíð ekki eftir þeim. Jeg vona að Skjóni minn skili mjer nægilega langt á undan þeim, og losi mig við samfylgd þeirra«. wÞeir eru vel ríðanduc, sagði jjeg. »Jeg held það veiði fult eins [gott fyrir okkur, að hafa þá ^á undae okkur«. »Ekki held jeg þaö«, svaraði Helga. Kpeir á hjerna í "móunum, eins og flestir gera, og á meðan tökum vi& sprettinn«. Hún vatt sjer á bak, áður en jeg gat komið henni til hjálpar, og Skjóni beið ekki boðanna. Jeg tafðist lítiö eitt við beislið á hesti minum, sem hafði flækst einhvern veginn utan unn fótinn á honum, og rjett i sömu svif- um og jeg reið á stað, þeyslu þeir Dalsfeðgar að, ásamt piltum, sem jeg þekli ekki. Jeg spretti tír spori, og varð feginn er jeg sá, að þeir stigu allir af Jbaki, eg bjóst við, að þeir hefðu eitthvað meðferðis til hress- ingar, og vonaði að þeim dveldisí við það. En ekki varð það lengí, því rjett á eftir hentist Björn fram hjá mjej á ljón-fjörugum gæðing, seni var sagt, að hann hefði keypt ný~ lega úr Skagafirðí.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.