Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.03.1927, Blaðsíða 7
BJARHI 59 Helgir siðir. Kaflar úr erindi er Grétar Ó. Fells cand. jur. flutti í Reykjavík í jan. þ. á. Trúarjátningar eru lítilsvirði, ef þær eru að eins skoðaðar sem frásagnir um sögulega viðburði. Aftur á móti verða þær ómetanlega dýrmætar, ef þær eru skoðaðar sem frásagnir um eilif náttúrulögmá), er jafnan láta til sin taka i andlegri þroskasögu hvers einstaklings. Er þessu vel Iýst í versi einu eftir dultrúarmanninn Jóhann Scheffler, er skrifaði undir dulnefninu Angelius Silesius. Versið er svo i óbundnu nnáli: wÞó Kristnr hefði fæðst þúsund sinnum í Betlehem, en ekki í þinni eigin sál, mundi sál þin glatast. Á- rangurslaust horfir þú á krossinn á Golgatha, ef hann er ekki til í þinni eigin sál«. Hljóðar það þannig i laus- tegri þýðingu: Þó Kristur hafi þúsund sinnum fæðst, það ónýtt er, ef aldrei hefir hann, vinur góður, fæðst í þjer! Og gættu þess : á krossinn að treysta verður tál, ef til er hann ekki i þinni eigin sál. I dýpsta skilningi eru helgir siðir nokkurskonar verðir og verndarar andlegra sanninda, og standa þeir á verði gegn efnishygiijunni. Þeir tala til mannsins á máli, sem er ólíkt hinu venjulega tungutaki hversdags- íífsins. Þeir vitna stöðugt um tilveru æðri heirna, og um innbyrðis sam- band bins andlega og hins líkamlega. Við muudum t. d. kunna illa við, að sjá prest framkvæma altarissakra- mentið í venjulegum jakkaíötum o. s. frv. Einhver eðlishvöt, — einhver tilfinning fyrir þvf, sem vel fer á, heimtar, að guðsþjónusta og ýmsar aðrar andlegar iðkanir fari fram í umhverfi, sem er ólíkt hinu hvers- dagslega. Við heimtum ytra forra, er geti gert andleg efni lifandi fyrir okk- ur, geti fyrir hinum líkamlegu skyn- færum okkar vitnað um það, er hið innra auga okkar sjer, meira eðaminna óljóst. Það liggur í augum uppi, að ef helgir siðir eru einhvers virði, á að vera hægt að skýra það að miklu leyti ineð skynsamlegum rökum. Hitt er annað mál, að meira verður sjálf- sagt eftir, sem ekki er auðvelt að sannfæra menn um, vegna þess, að það tilheyrir æðri heimum. T. d. eiga englar eða devar æfinlega mikinn þátt í áhrifamagni hinna helgu siða. Helgir siðir vekja alt af eftirtekt þeirra, og koma þeir til þess að styrkja þá og aðstoða, er taka þátt í hinum helgu athöfnum. Hafa skygnir menn margar undrasögur að segja af þvi. Og er nú þetta svo undarlegt? Til er það áreiðanlega er kalla mætti van- helga siði. Blót og formælingar, laus- mælgi, reiði, ruddaleg framkoma og fleira af sliku tagi — alt er þetta vanhelgir siðii, og trúa því fæstir, að nokkuð af þessu horfi nokkrum manni til heilla. Sumir trúa þvíjafn- vel, að illar verar hópist í kringum þá menn er urn hönd hafa slíkasiði. Þó geta þessir sömu menn oft ekki trúað þvf, að helgir sidir hafi neina þýðingu, og er slíkt undarlegt ósam- ræmi. Hugsunarháttur tnanna er yfir- leitt þungiamalegur og skilningurinn sljór. Menn láta sjer ekki skiljast, að hugtakið »helgir siðir«, er svo við- tækt hugtak, að það getur falið í sjer alt líf manna. Hjer hefir eingörgu verið talað um helga siði i þrengri merkingu, en þeir helgu siðir verða að vera sem eðlilegt aframhald af helgisiðum hversdagslifsins, er jeg vi|

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.