Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1927, Side 4

Bjarmi - 01.03.1927, Side 4
56 B J AR MI grenni Óslóar gerir stúdentunum stundum heimboð. Er því tekið með hinum mesta fögnuði; menn gleyma um stund öllum bókum og heilabrot- um og njóta sælu sveitalífsins. Eitt af því sem einna mest sjer- kennir skólann er bænalífið, sem ríkir þar. Hvern morgun safnast þeir, sem vilja, til sambæna og jafnan er ein- hver prófessoranna, með hópnum. — t*eir vilja byrja dagsverkið fyrir Guðs augliti og biðja fyrir skólanum, nám- inu og ölluin stúdentum yfirleitt. — Oftar en einu sinni hafa þeir reynt sannleik Jesú orða: »Biðjið og mun yður gefast«. Hjer er eflaust falin <3jTpsta orsök þess að starfið hefir lánast svo frábærlega vel. Skólinn er nú vel þektur orðinn um öll Norðurlönd og ekki ósjaldan fær hann heimsókn frá sænskum og dönskum stúdentum. Er útlending- unum mjög vel tekið, ekki síst ís- lendingum. Kemur hjer í ljós, sem ella, hin frábæra velvild Norðmanna i garð hinna fornu frænda sinna. Að síðustu má minnast árangurs- ins af starfi skólans. Trú þeirra, sem hófu starfið, hefir ekki orðið lil skammar. Skólinn hefir á þessurn 20 árum sent frá sjer marga ágætismenn, sem hafa leyst starf sitt af hendi, sem sannir þjónar Jesú Krists. Trú- arlífið hefir blómgast þar, sem áður var dautt og dofið. Sumir hafa farið til heiðingja landanna til þess að boða þar fagnaðarerindi frelsarans. Skól- inn er hinum kristnu söfnuðum ó- metanleg hjálp í starfi þeirra í þjón- ustu Krists. Og þeir þurfa eigi að neyðast til að velja prestaefni, sem kenna þvert á rnóti trú þeirra og sannfæring, en þeim veitist kostur á að fá presta, sem lifa hinu sama trúarlífi og þeir og grundvalla kenn- ingar sínar á ritningunni og trúar- jáfning kirkjunnar. Og trúaðir stúd- entar, sem stunda vilja guðfræðisnám eru ekki nauðbeygðir til að nema kenningar, sem rífa grundvöllinn und- an trúarlífi þeirra, en eiga kost á að stunda þanníg nám sitt að það hjálp- ar þeim lengra áleiðis í trú og þekk- ing á DrottDÍ þeirra og frelsara og gerir þá færari til að leiða aðra til hans. Að rjettu dregur skólinn nafn af söfnuðunum, því að hann starfar í þágu þeirra; og meðan þeir treysta honura og gefa fje til rekstrar hans, verður hann að liði, en lengur ekki. Og með sauni má segja, að fyrir- tæki þetta ber Ijósan og fagran vott um framtakssemi og fórnfýsi trúaðra manna bjer í landi. Noregi, í janúar 1927. Óskar S. E. Porsteinsson. Afi og amma. SögujDættir eftir Guðrúnu Léirusdóttur. Eflaust er giftingardagurinn öllum minnisstæður merkisdagur, minsta kosti var hann mjer það og okkur Helgu báðum. Bar margt til þess. Hann var heillaríkasti dagur okkar, því að þá bundumst við þeim trygða- böndum, sem hvorki tíminn nje ei- lífðin fá rofið. Hann var svo að segja fyrsti sólskinsdagurinn það vorið. — það viðraði illa, en giftingardagur- inn okkar rann upp bjartur með dimmbláum himni, sem eklci sást skýskafa á, með svo glóðheitu sól- skini, að mjer finst jeg finni til geisl- anna enu í dag; — annars er það víst innra sólskinið, sem góðar end- urminningar veita manni ávall. Svo kom atvik fyrir þann dag, sem

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.