Bjarmi - 01.12.1927, Page 2
230
B J A R M I
11. Um kirkjusönginn töluðu ýmsir
auk frummælendanna. Allir voru þeir
sammála ura þýðingu hans, og allir
þökkuðu sjera Halldóri á Reynivöll-
um hinn óþreytandi áhuga hans á
því máli. Við þær umræður flutti
Ólafur Björnsson erindi það, sem
Bjarmi flytur nú.
12. Launamálum presta var þá bætt
inn á dagskrá. Sra Fr. Rafnar á Útskál-
um var flutningsmaður þess og flutti
tillögu þá, sem hjer fer á eftir. Þótti
sumum ræðumönnum undirbúningur
málsins oí lítill og kváðust því ekki
greiða atkvæði um það. Hinir voru
þó miklu fleiri sem fanst öll sann-
girni mæla með óskum prestanna.
Lítið vit væri að launa prestum ver
en ýmsum verkamönnum, og þó segja
mætti að ónýtir prestar ættu engin
laun skilið, ætti slíkt jafnt heima um
hverja aðra starfsmenn þjóðarinnar.
Enginn yrði betri prestur, þótt þjóð-
fjelagið kæmi honum í fjárhagsvand-
ræði.
Prestum væri ætlað að hughreysta
og gleðja, en mættu þá ekki eiga í
meira basli en flestöll sóknarbörn
hans. Fundarstjóri, sem kvaðst kunn-
ugur flestum prestum landsius, mælti
eindregið með málinu, enda þótt
hann játaði að æskilegra hefði verið
að forgöngumenn þess meðal presla,
hefðu komið fyr með það á fundin-
um svo að hægt hefði verið að setja
nefnd í það áður en tillaga kom
fram.
13. Um kirkjugarðsmálið urðu engar
umræður, af þvf að þá var svo langt
liðið á daginn.
Pessar tillögur voru samþyktar,
allar í einu hljóði:
I. Sameiginlegur fundur presta og
sóknarnefnda í Reykjavík 18.—20.
okt. 1927 skorar á alþingi að bæta
kjör sóknarpresta svo verulega að
þeim sje gert fært að helga sig prests-
starfinu eingöngu, en þurfi ekki að
eyða starfskröflum sínum til annars.
II. Fundurinn lætur í ljós þá ein-
dregnu ósk til þeirra manna, er vinna
að fyrirhuguðum breytingum á Helgi-
siðabókinni og ráða þeim til lykta,
að viðhafa hina mestu varúð við
þær breytingar og forðast að gera
nokkrar tilslakanir í þágu hinnar
vaxandi lausungar í trúmálum í land-
inu.
III. Fundurinn lætur i ljósi þá ein-
dregnu ósk, að reynt verði að styðja
sem best að lcikmannastarfsemi til
eflingar lifandi kristindóms meðal
safnaðanna, og aö slík starfsemi verði
hafin í söfnuðunum með þeim hætti,
sem tiltækilegast þykir á hverjnm
stað.
Jafnframt óskar fundurinn þess, að
prestar, sóknarnefndir og safnaðar-
fulltrúar greiði sem allra besl fyrir
mönnum, sem fara um sveitir til að
vekja og glæða trúarlíf manna á hrein-
um evangelisk-lúterskum grundvelli,
enda hafi þeir til þess starfs með-
mæli frá biskupi, prófasti eða sókn-
arpresti eða einhverjum öðrum góð-
kunnum evangelisk-lúterskum trú-
málaleiðtoga.
IV. Fundurinn skorar á alla, sem
hlut eiga að máli að gæta betur rjetts
helgihalds og telur æskilegt að sum-
ardagurinn fyrsli verði meir friðaður
en verið hefir.
Forstöðunefnd fundarins var end-
urkosin í einu hljóði: Árni Jónsson
kaupmaður, formaður fríkirkjusafn-
aðarins í Rvík, Ólafur Björnssou,
kaupm. sóknarnefndarmaður Akra-
nesi, Sigurbjörn Á. Gíslason og Sig-
urbjörn Þorkelsson kaupm. úr sókn-
arnefnd dómk.safnaðarins og Sigur-
geir Gíslason verkstjóri safnaðar-
fulltrúi í Hafnarfirði.
Pá voru kosnir í gestanefnd: Sig-
mundur Sveinsson dyravörður, Sig-