Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1927, Síða 4

Bjarmi - 01.12.1927, Síða 4
232 B JARMI Kirkjan og sönglistin, Erindi ílutt á sóknarnefndafundi í Rvík haustið 1927 af Ólafi B. Björnssyai, Akranesl, örlítið aukið. Jeg hafði ætlað mjer á þessum fundi, aö tala allrækilega um starf og starfstilhögun hinnar íslenzku kirkju, en af því gat ekki orðið að þessu sinni. Aftur á móti hafanokkr- ir menn beðið mig að lýsa, eða gefa upplýsingar um Sönglistarsjóð Akra- neskirkju. Finst mjer bezt við eiga að það sje gert undir umræðum um kirkjusönginn. Sjóðurinn var stofnaður 8. mars 1925. Markmið hans er í aðalatrið- um þetta: Bók nr. 1. Upphæðin á- vaxtast í Söfnunarsjóði, þar til er hin evangelisk-lúterska safnaðarkirkja á Akranesi, hefir eignast vandað og fullkomið pípuorgel, til afnota við guðsþjónustur safnaðarins. Pá skulu hálfir vextir greiðast árlega til safn- aðarstjórnar kirkjunnar, er greiði með þeim laun kirkjuorganistans (sem ráðinn skal eftir tillögum biskups og dómkirkjuorganistans í Reykjavík) og annast um að haldi uppi, og efla safnaðarsöng og kirkjulega söngment innan safnaðarins, skal hún verja þessum hálfu vöxtum að öllu leyti til þessa, þar til laun organistans hafa náð sömu upphæð eftir þjón- ustualdri, sem föst laun sóknarprests- ins við nefnda kirkju; þá skal safn- aðarstjórnin verja afgangi vaxtanna til þess að skreyta og prýða safnað- arkirkjuna, og svo, kirkju- og trúar- lífinu til eflingar að öðru leyti. Hálf- ir vextir skulu hinsvegar ávalt leggj- ast við höfuðstólinn. Pó hin evangelisk lúterska kirkja, hætti að verða þjóðkirkja íslands, má sjóður þessi aldrei verða eign ríkisins, heldur skal sjóðurinn þá verða alger eign evangelisks lútersks safnaðar á Akranesi. Bók nr. 2. Fjeð ávaxtast í Söfnun- arsjóði, þar til það er með vöxtum orðið 40 þús. krónur, þá greiðist öll upphæðin safnaðarstjórn hinnar evan- gel.lút. safnaðarkirkju á Akranesi, og skal safnaðarstjórnin þá, með ráði biskups og dómkirkjuorganistans í Reykjavík, verja upphæðinni til að kaupa og koma fyrir vönduðu og fullkomnu pípuorgeli í safnaðarkirkju sína. Þó hin evangel.lútherska kirkja o. s. frv., sbr. bók nr. 1. Bók nr. 3. Allir vextir leggjast við höfuðstólinn, þar til er hin evangel. lút. safnaðarkirkja á Akranesi hefir (samkvæmt vottorði dómkirkjuorgan- istans i Rvík) eignast fullkomið pípu- orgel til afnota við guðsþjónustur safnaðarins. Pá skulu */* vaxtanna greiðast safnaðarsljórn kirkjunnar, nefndu orgeli til viðhalds og endur- nýjunar. Verði vaxlahluti þessi, að dómi biskups eða kirkjufjelagsforseta, meiri en þört krefur í þessu augna- miði, skal safnaðarstjórn og prestur, verja afganginum kirkju- og trúarlíf- inu til eflingar, innan safnaðarins og utan. s/i vaxtanna leggjast ávalt við höfuðstólinn. Pó hin ev.-lút. o. s. frv., sbr. 1 og 2. Bók nr. 4. Allir vextir leggjast við höfuðstólinn, þar til ér hin ev.-lút. safnaðarkirkja á Akranesi, hefir (sam- kv. vottorði dómkirkjuorganistans í Rvík) eignast fullkomið pípuorgel til afnota við guðsþjónustur safnaðar- ins, þá skulu ’/« vaxtanna greiðast safnaðarstjórninni árlega, til þess að launa kirkjusöngflokki safnaðarins og eftir því sem til hrekkur að kaupa sálmabækur, kirkjuleg sönglistarverk helstu snillinga á því sviði, styrkja trúaða áhugamenn til kirkjulegs söng-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.