Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 21.02.1928, Síða 1

Bjarmi - 21.02.1928, Síða 1
BJARMI === KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XXII. árg. Iteykjavík, 21. febr. 1928 7. tbl. „Drottinn veitir þjóðunum vöxt og eyðir þeim, útbreiðir þjóðirnar og leiðir þær burt“. — ]ob. 12, 23. Guðs ríki fyrst. Þingsetningar-prjedikun i dómkirkjunni 19. jan. 1928, eftir sra Friðrik Hallgrímsson. nLeilið fgrst ríkis hans og rjettlœtis, og pá mun alt petta veitast yður að auki«. — Matt. 6, 33. Svo mælti hann, sem kendi læri- sveinum sínum að biðja: »Tiikomi þitt riki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni«. Hann var að tala um áhyggjur mannanna, — hugsanir þeirra um hið marga, sem þeim fanst þeir þurfa, til þess að geta lifað og starf- að. Hann viðurkennir fyllilega að það sje rjettmæt löngun hjá hverjum manni að hafa það, sem nauðsyn- legt er til daglegs viðurværis; og hann segir lærisveinunum, að faðir þeirra á himnum viti um allar þaríir þeirra, og hann muni hugsa fyrir þeim. En svo bendir hann í því sam- bandi á eitt, sem þeir þurfi öllu fremur að hugsa um, og það er: að leita ríkis Guðs og rjettlætis hans. Með því átti hann við það, að þeir ættu að meta það mest af öllu, að vera í því samfjelagi við Guð, að þeir elskuðu hann, treystu honum og gerðu vilja hans. — Rað á að vera hið mikla og æðsta áhugamál hvers kristins manns, að vera tengdur skapara sínum og föður þeim bönd- um, — að kosta kapps um að þókn- ast lionum með öllu líferni sínu og vinna að því, að vilji hans verði á jörðu. Og hver sá maður, sem gengur í þá samvinnu við Guð, að hið góða og fagra, hið sanna og rjetta, verði sigursælt í lífi hans sjálfs og annara manna, hann vex i sönnu manngildi, þroskast í öllu góðu, eiguast frið góðrar samvisku og verður öðium til blessunar. Og fyrir milligöngu einstakling- anna kristnu, — fyrir það, að líf þeirra er Guði helgað, á þetta sama að eiga sjer stað í þjóðlífinu. Pjóð- irnar eiga að leita fyrst ríkis Guðs I og rjettlætis hans. Rað á að vera fyrsta og efsta málið á stefnuskrá hverrar þjóðar, sem kristin vill kall- ast, að þjóðlífið beri þess sem Ijós- astan vott, að hún viðurkenni Drottin Guð sinn og vilja hans æðsta lögmál sitt. Og sje það gert, þá leiðir af því ómetanleg blessun á hverju einasta sviði þjóðlífsins. Fyrir hverri þjóð liggja margvísleg verkefni, sem bæði miða að því, að efla atvinnuvegina, svo að mönnum geti liðið sem best efnalega, og líka að því, að efla sanna menningu, svo að andlegur hagur hennar geti verið með sem mestum blóma og hún verði æ færari um að skilja köllun sína og skipa með sóma sess sinn meðal þjóðanna. En í þessari viðleitni verða fyrir mönnum ýmsir erfiðleikar, sem tefja fyrir því, að settu marki verði náð.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.