Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 21.02.1928, Blaðsíða 4
52 B J A R M I Úr blöðum frú Ingunnar. María Louise Dahi, segir frá. Framli. ------ »Veslingarnir, hvernig skyldi ykk- ur nú vegna, móðurlausai ?« hvíslaði hann um leið og hann breiddi sæng- ina betur ofan á yngri dótturina. Ingunn hafði fyrst og fremst verið móðir. Það hafði sett svip sinn á allan hugsunarhátt hennar og háttu í lífinu. Hún hafði ekki einasta ver- ið góð móðir litlu stúlknanna, heldur hafði móðurtilfinning hennar og komið fram í viðmóti hennar gagn- vart honum, systkinum hennar og vinum en ekki síst gagnvart sóknar- börnunum, Umhyggjusemi með öllu, sem á vegi hennar varð, þörfin fyrir að hjálpa og vernda, hafði alt af verið vakandi hjá henni. Aldrei fór neinn erindisleysu til hennar, sem hjálpar þurfti. »Mjer þætli gaman að geta »ausið« út gjöfunum«, hafði hún sagt við hann einhverju sinni. þegar sra Jóhannes Birk sat í stofu sinni þetta sama kvöld, tók hann upp hjá sjer blöð, sem kona hans hafði skilið eftir í heilsuhælinu. — Blöðunum var raðað í umslög og skrifað utan á hvert umslag. Hann tók þrjú umslög frá, sem hann ætl- aði að lesa þá um kvöldið. Utan á þessi umslög var skrifað: »Til Jó- hannesar«. »Til dætra minna«, og á þriðja umslagið var skrifað: »Lesist áður en jarðarförin fer fram«. Hann tók blöðin, sem lágu innan í síð- asta umslaginu. Var það alllang mál, skrifað á laus blöð rifin upp úr stíla- bók, en utan um þau hafði verið smeygt venjulegum sendibrjefapappír og var skrifað utan á syrpuna: »Kæri Jóhannes, gætir þú ekki lesið þetta upp fyrir stúlkunum mfn- um í K. F. U. K. — helst mjög bráð- lega? — Eftir að mig dreymdi þenna undarlega draum, flaug mjer í hug, að einhver þeirra kynni að eiga í einhverri baráttu, og þú veist, að jeg vildi svo gjarnan geta hjálpað á einhvern hátt. Það getur verið að Guð hafi viljað nota mig einu sinni enn. — þín Ingunn«. »E. S.: — Pegar jeg byrjaði að hripa þetta niður, hafði mjer ekki hugkvæmst, að þetta myndi nokk- urn tíma verða lesið upp fyrir stúlk- unum, og skrifaði jeg það því sem einskonar dagbók. Þú getur slept því úr sem þjer finst mega missa sig. En láttu þeim skiljast að það fylgir því alvara að lifa, og að þær sjálfar verða að velja hina rjettu leið. Ó, hve mjer þykir vænt uin þær, og hve fegin jeg vildi geta gert eitthvað fyrir þær — og nú finst mjer jeg hafa komið svo ósköp litlu í fram- kvæmd fyrir þær. Það er hræðileg tilhugsun, ef það væri mjer að kenna að einhverri þeirra fataðist og næði eigi markinu. — Jóhannes, segðu þeim það aftur og aftur, að það sje sannleikur, þetta, sem við höfum verið að segja þeim, brýndu það fyrir þeim, að hlýða Guði og segðu þeim frá sælunni, sem felst í að trúa. Við — þú og jeg — við hljótum að vita hvað við erum að tala um eftir sið- ustu reynslu okkar. — Er það ekki sæla að geta flutt þakkargerð, þrátt fyrir þá vissu, að maður á að deyja ung, ekki þrítug, og hverfa frá manni og börnum, sem voru manni ást- fólgnari en alt annað á jörðu? — Hvernig skyldi sá maður taka slíku, sem ekki ætti trúna? Ó, það væri hræðilegt! En jeg á ekki orð yfir það, hve örugg og rólynd jeg er. — í’egar jeg loka augunum oghvíli höf- uð mitt viö kross Krists, þá er jeg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.