Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 21.02.1928, Síða 5

Bjarmi - 21.02.1928, Síða 5
B J A R M 1 53 þess fullviss, að Guð breytir gegn okkur í kærleika og náð. Jeg er þess fullviss að fyrirætlanir hans og ráð, sem eru svo langtum æðri okkar fyrirætlunum og ráðum, hafi það eitt að takmarki, að leiða okkur heim í alsælu hans, — við verðum að láta hann afskamta okkur tíma og þiggja hann úr hendi hans, — þakksamlega, vinur minn, — full þakklætis. Segðu þeim þetta, Jóhannes, svo þær skilji það. Berðu þeim kveðju mína, og segðu þeim frá því, hve mjer hafi þótt vænt um þær — vænna en þær ef til vill nokkru sinni rendu grun f, og að jeg hafi beðið fyrir þeim, — hverri einstakri — á hverj- um einasta degi. Seg þeim að jeg búist við að mæta þeim aftur hjá Guði. Segðu þeim einnig, rað alt það, sem mjer mistókst eða sem þær sáu mig gera ilt, hafi ekki verið brestur í kristindóminum, heldur að eins brest- ir minir, syndir mínar, sjálfselska mín. Heldurðu að þjer takist að láta þeim skiljast þetta? Mintu þær og á að lesa biblíuna á hverjum degi, og láta svo aldrei hjá líða, að þær biðjist ekki fyrir. Eg hefi ámint þær um að gera þetta. þeim verður að skiljast, að meðan þær biðja, þá eru þær ekki alveg horfnar frá Guði. Utskýrðu það einnig fyrir þeim, aö þó þær kunni að snúa baki við Guði, þá þráir hann þær þó alla daga og vonast eftir þeim, og hann er aft af reiðubúinn til þess að fyrir- gefa þeim, sem biðja og biða, af kærleika sinnar náðar. Þær mega ekki láta hugfallast þótt sálir þeirra sjeu orðnar flekkóltar af synd, þær verða að koma fyrir þvi. Guð hefir einmitt sýnt okkur í Kristi lifandi kærleika sinn. Við sjáum, að kær- leikurinn til allra er þjást, hvort heldur af synd eða sjúkleika, er meg- inþáttur í öllu starfi Krists. Seg þeim það og syng það inn í hjarta þeirra. Syng aftur og aftur: »Konungur lífsins«, þeim þykir svo vænt um þenna sálm, og hann er svo auðskilinn. Jeg vildi að jeg fengi að sjá þær allar afturl En Guði sje lof. það er ekki rödd okkar, sem þær eiga að hlusta eftir, — Guð mun sjálfur koma til hjálpar þegar hans tími er kominn. Guð er óumræðilegá máttugur og góður. Jeg finn það betur og betur. Þín Ingunn. í Heilsuhælinu »Sólarljós« u/s’23. í nótt dreymdi mig undarlegan draum, sem jeg verð að hripa upp áður en það verður of seint — því það getur hæglega orðið um seinan að jeg geri það. í gær, þegar maðurinn minn var hjerna, sagði yfirlæknirinn okkur, að lungu mín mundu ekki þola áreynsl- una við öndunina mikið lengur en í tvo mánuði — »ef til vill nokkru eða jafnvel talsvert skemur, kæra frú«. Hann komst við er hann sagði þetta, — og þó hefir hann kveðið upp dauðadóm yfir svo mörgum, — en þetta er besti maður. Að því er okkur snerti — mig og manninn minn — þá þótti okkur nærri því raunaljettir að því, að fá svo skorinorðan úrskurð. Hvorugu okkar hefir dulist hvernig komið væri, en vegna kærleika okkar, höfum við reynt í lengstu lög að hugga hvort annað og vonast eftir bata. Nú get- um við horft framan í sannleikann og verið í einu og öllu f fullu sam- ræmi við eðli okkar, en i því er fólgin mikil hvíld. í gær fundum við hve sæl við erum i raun og veru, er við leituðum okkur sætis í furu- I skóginum hjer við heilsuhælið. Við /

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.