Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 07.03.1928, Blaðsíða 2
 66 BJARMI hvernig þeira leiö á stjórnpalli úr því. Enn eykst brimið, en enginn mælir æðruorð, þótt sýnt sje, að engin hjálp muni þeim koma fyr en fjarar. Einu köllin, sem berast á inilli manna i reiðanum, eru: »Verið viðbúnir, nú kemur sjór«. — En á þeim ovðum þurfti ott að halda, — því skamt var á milli brotsjóa. Samt kemur í ljós, hvað um er hugsað. Menn fara að syngja eða raula sálma. Er þá hvað eftir annað haft yfir: »Ó, þá náð að eiga Jesúm« — »Á hendur fel pú honum« og fleiri sálma. Tók Bjarni t. d. eftir að sá maðurinn, sem aldrei hvarf írá skipinu, var margoft að fara með sálmalög, þótt ekki heyrðust orðaskil. Seint líður hver stundin. Skipið hallast beint á móti stórsjó og sfgur svo, að stjórnpallur er oft í kafi, og eftir hádegið fara þeir smám saman að gefast upp sem þar eru. — Ungur piltur losnar þaðan, en er með ágætt björgunarbelti, og getur veifað til fje- laga sinna skamt frá skipinu, og kallar þá: »Verið þið sælir!« Síðustu ordin hans áður en hann hvarf í brimgarðinn. — Stnám saman losna þeir fleiri og fleiri frá stjórnpalli, og virtust sumir vera dánir áður en dauðatökin losnuðu, sem þeir höfðu þar tekið. — Um tvö-leytið eru þeir allir horfnir, 11 að tölu, en þá standa enn 13 alheiiir í reiðanum. En nú er alvárlega hugsað heim, i tvöföld- um skiluingi. »Berðu kveðju konu minni og börnum, ef þú kemst af«, segja þeir hver við annan heimilis- feðurnir. — Og nú héyrast þungar stunur þreyttra manna, er brotsjóar hafa farið yíir. Um kl. þrjú er loks hin margþráða fjara að koma í Ijós, — brotsjóar þá orðnir færri og ekki nema um 100 faðmar til lands; og þar erú menn og bátar reiðubúnir til að veita þá hjálp, sem auðið er. Bátar kom- ast þó ekki nær en miðja vegu, fyrir brimi og blindskerjum, og hafa engin tök til að ná sambandi við skipið. í>á verða skipverjar þess varir, að enn er dufl í reiðanum, og það svo brotið til endanna, að þeir geta losaö það. Kaðal hafa þeir engan, en festa vírstreng við duflið og varpa því út- byrðis landmegin. Duflið fer í rjetta átt, en brátt festist vírstrengurinn í botni milli kletta. Taka þá 4 hraustir piltar i strenginn til að losa hann, en fá engu umþokað. Er nú úllitið hið iskyggilegasta, er þessi björgunar- von virðist bregðast. Varpa sjer þá 3 bestu sundmennirnir fyrir borð, og reyna að ná landi eða bátunum á sundi. Brimið færir þá í kaf, en þeir halda hraustlega áfram; jafnframt hætta bátarnir frá landi sjer sem lengst má út í brimgarðinn, og ná bæði í duflið, — brimið nú búið að losa strenginn úr botni, — og tvo sundmennina. Sá þriðji sekkur, er hann á örstult eftir í land, hafði hann varpað frá sjer ónýtu björg- unarbeiti áður en hann fór frá skipinu. Nú er samband fengið milli skips- ins og áttærings, er lá við festar milli lands og skips. Er þá »drag- ferja« utbúin og bátur með lóðar- belgjum dreginn fram að skipi. Mannlaus var hann og fullur af sjó, og mátli ekki fara alveg að skips- hlið, til þess að brotna ekki á skerinu. Var því full lífshætta fyrir þann, sem fyrstur reyndi að ná til hans úr skip- inu, enda fór nú sá fyrsti, er hljóp fyrir borð, alveg í kaf og undir bát- inn, en skolaðist þó, hálfmeðvitundar- laus, upp í hann. Áttaði hann sig samt svo fljótt, að hann gat hjálpað þeim næsta upp í bátinn, og þeir aftur öðrum tveimur. Þannig björguðust 4 í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.