Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 2
Í06 Ú JARMi ar búskapnum, hann skirrist ekki við að leggja á sig nokkurt það erf- iði, sem hann heíir minstu von um að geti gagnað búinu. Og húsmóðirin lætur sjer ekki ó- annara um sín heimilisstörf. Hún brýtur ekki síður heilann um, að spara það sem hægt er, og reyna að auka það sem arðvænt er, — og hún legst ekki ólúnari til hvíldar en bóndinn. Og líkt er um aðra heimilismenn. En þó húsbændurnir sleppi aldrei umhugsuninni fyrir heimiliskaginum úr huga sínum og láti ekkert hjá líða, sem þeir geta honum til góðs, — þó á yfirborðinu líti svo út, að þeir standi i þeirri trú, að heimilis- hagurinn sje undir þeim sjálfum kominn, — þá er það ekki svo hið innra með þeim. — Þeir vita betur í hjarta sínu. Það kemur oft fyrir, að þeir sem róa til flskjar hreppa óveður út á djúpmiðum. Aldrei verður þeim fyrir er rokið skellur á, að leggja árar í bát, af því að þeir hugsi sem svo, að það sje heimska af þeim að halda, að þeir geti nokkuð gert í svolítilli smákænu út á reginhafi í höndum höfuðskepnanna, — alt verði að fara sem verða vill. Nei, — í þess stað beita þeir öllu, sem þeir eiga til í barátt- unni á móti sjó og vindi í sókninni að landi. Þeir vita að án þess er engin bjargarvon. En þeir vita jafn- vel að það er ekki einhlýtt, ekki einu sinni það mikilverðasta, hið úr- skerandi. þeir finna á sjer, að mikil- vægasta og úrskerandi aflið er fyrir utan og fyrir ofan óveðrið og þá sjálfa, — að það er hinn huldi kraft- ur, sem öllu ræður í tilverunni. Það er Guð. Jafn vissir og þeir eru um það, að þeir megi einskis láta ófreist- að sjálfir til undankomu, jafn áþreif- anlega finna þeir, að í rauninni ræö- ur stormurinn ekki örlögum þeirra, heldur herra hans og þeirra — Guð. Undir honum er það komið hvort þeir fljóta eða sökkva, en um leið undir sjálfum þeim, að þessu leyti, að þeir vita, að Guð krefst þess að þeir geri sitt til, ef þeir eiga að fá að ná landi. Það er eins með húsbændurnar og heimilismennina á sveitaheimilunum. Þeir vita þetta hvortveggja í hjarta sínu, að þeir verða að leggja sig í líma til að komast af, og þó er það í raun rjettri hvorki á valdi þeirra sjálfra nje annara mann, hvort heim- ilið stendur eða fellur, heldur Guðs eins. Allir hafa þetta á tilfinningunni, þótt margir klæði það ef til vill al- drei í skýra hugsun nje lýsi því með orðum. Eu jafnvel þeir finna þó sannindin í orðum hins forna sálma- skálds, sem máske hefir betur en nokkur annar, orðað þessa almennu tilfinning á þennan hátt: »Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis; ef Drott- inn verndar eigi borgina vakir vörð- urinn til ónýtis«. Hvað verður úr ráðagerðum og fyrirætlunum heimilismannanna, ef heilsan þrýtur? Og Guð, en ekki þeir, ræður heilsunni. Hvað þýðir barátta þeirra fyrir eldi og viðhaldi skepnanna, ef far- aldur hleypur í þær, eða stórhríðin skeflir yfir þær út í haga? En Guð, en ekki þeir, getur við því gert. Til hvers er stritið, ef ótíðin helst, hvert heldur á sumri eða vetri? Og mennimir ráða ekki veðráttunni, heldur Guð. Og hvað verður jafnvel úr árlöngu erfiði og yrkju á jörðinni, ef Guð heldur ekki hlífiskildi yfir henni? Fyrir fám árum fjell skriða yfir eitt túnið hjer i grendinni, og eyðilagði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.