Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 4
108 B J A R M I til Guðs í bæn? Þarftu ekki að þakka honum ailar gjafir liðins dags, já, alls hins umliðna tíma: — líf þitt og alt, sem því hefir fylgt, og hverja gleði, sjerhver gæði, eins jafnvel sorg- ina og mótlætið, sem skírði þig ef til vill best og þroskaði, — gerði þig að manni. Ótalmargs verður þú víst líka að biðja fyiirgefningar á, til þess að samviskan haldi ekki fyrir þjer vöku, og svo að kvíðinn fyrir framtíðinni valdi þjer ekki martröð, angistin yfir að Guð láti aflciðingar synda þinna koma yfir heimilið. En þú veist, að hann 'yrirgefur þær, ef þú biður hann þess iðrandi. Og þú sem ekki getur sofnað rótt, ef þú veist að eldurinn lifir í hlóð- unum, átt víst enn óhægra með það, án þess að hafa beðið Guð, að vernda bæinn fyrir ofurefli náttúruaflanna úti fyrir. Og því síður munt þú geta selt þig og ástvini þína í hendur bróður dauðans — svefninum, án þess fyrst að biðja Guð, að vaka yfir líkömum og sálum yðar og vekja yður til nýs lífsdags. Jeg skil ekki í ööru en að þú biðjir án afláts. Þú hlýtur að vita, að síit af öllu má þig bresta bænina. Án hennar ertu líkt kominn í lífinu og vængbrolinn fugl í rúmsjó. Það er annað sem jeg býst líka við, að sje dagleg venja þín, sem er það svo mikið áhugamál, að Guð blessi heimili þitt. Þú heldur óefað helga stand með fólki þinu á hverj- um degi, eða að minsta kosti þegar þess er færi, svo sem í vetrarkyiðinni. Þá hlustið þjer heimilisfólk sameigin- lega á Guðs orð. Sje það siður yðar, þarf jeg ekki að lýsa þeirri blessun og ánægju, sem sú guðræknisstund veitir. Aldrei finna björtun betur til kærleika Guðs, aldrei er hugsunin opnari fyrir áhrifum hans, en þegar allir heimamenn með ást og velvild hver til annars, bera í sameiningu bænir sínar upp við Guð, og hlusta eftir fræðslu hans heilaga anda. Jeg skil næstum ekki þá, sem van- rækja húslestra. Úr því þeir vita að alt er í hendi Guðs, hvernig geta þeir þá annað en girnst að vita, huernig Guð er, á huern hátt hann veitir blessun sína, og huað þeir þurfi að gera til þess, að mega vænta, að hann bænheyri þá — að hann blessi heimilið. Um þetta fræðir ritningin oss, og frá þessu segir hver húslestr- arbók oss llka. Og þó að vjer vitum það, mun oss ekki vanþörf þess, að vera á það minnt — daglega. Þú finnur lika alt lífið, að þú Iifir ekki af brauði einu saman. Sál þina hungrar og þyrstir eins og líkamann. Og önd þín þreytist af spurningastríði og efabaráttu, og þráir frið. Lestur guðsorðs seður og svalar sál þinni — og hjá Guði einum finn- ur önd þín frið. Gleymdu því ekki, að lestur guðsorðs og bænin er þjer engu síður nauðsynlegt en matur og drykkur — máske enn nauðsynlegra, því það er matur og drykkur sálar þinnar. í þriðja lagi veistu það, að til þess að geta vonað, að Guð blessi heimili þitt, verður í daglegri breytni þinni, að feta i fótspor Krists. Þú verður að temja þjer, að vera ekki að eins kristinn í orði, heldur lika í verki. Heimili sjerhvers kristins manns blessar Guð. Guðs eingetinn sonur, hann, sem var eitt með föðurnum, hefir sjálfur sagt það. Eða manstu ekki hvernig hann endar fjallræðuna: Hver, sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, er bygði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar bljesu, og skullu á því húsi,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.