Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 3
BJARMI 107 á örstund margra ára verk og marg- ar uppskeruvonir. Og á Rangárvöll- um sjást nú sandflæmi ein — köld, svört og gróðurlaus auðnin ein, — þar sem afar og ömmur þeirra, sem nú lifa, bjuggu blómlegum búum. Á einum mannsaldri hefir frið bygð, sem borið hefir mörg og góð heimili alt frá landnámstíð, orpist í sand- gröf — eins og maður, sem fent hefir í hríð. Þurfum vjer fleiri sannana við um það, að ef Drottinn byggir ekki hús- ið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Nei, nei, af öllu sem vjer vitum, er þessi vissa mest inst í hjörtum vorum: að Guð er alt i öllu — að alt er á valdi hans eins. »í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er alt vort stríð, hið minsta happ, hið mikla fár, hið mikla djúp, hið litla tár. í almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor bygð og gröf. Pótt búum við hin ystu höf«. Nú hefi jeg vonandi leitt yður það fyrir sjónir, sem mig langaði til. Úr því að vjer erum sammála um að engir heimilismenn beri annað meira fyrir brjósti en heimilishaginn, og fyrst vjer erum i öðru lagi viss um að þeir vita, að hann er svo að segja eingöngu í hendi Guðs, þá geta þeir ekki átt neina heilari þrá enþá: að Guð blessi beimilið. Þetta er þá einlægasta ósk þin. — En hvað gerir þú til að hún rætist? Pú ert vanur að vinna alt, sem þú orkar, að framgangi óska þinna. — Gerir þú þjer þá meira far um, að vinna að framgangi þessara vona, sem þjer er hún meira í mun, en nokkur önnur? Þjer getur þó ekki komið til hug- ar, að þú getir engu ráðið um, hvort þetta verði? Getir þú nokkuð aðhafst í öðrum efnum, getur þú það eins í þessu. Jeg ætla nú að nefna þrent, sem mjer skilst að þú hljótir að gera, — eða að minsta kosti, að þú viljir gera nú, þegar augu þín hafa opnast fyrir því, hvernig þjer er þlessun Guðs fyrir öllu. Af öllum dagsverkunum, virðist mjer, að þjer ætti að þykja bœnin sjálfsögðust og tömust. Þú getur ekki náð til Guðs öðru vísi en með bæn. Jeg get varla hugsað mjer, að þjer komi til hugar að byrja nokkurn dag, eða að þú getir lagst til hvíld- ar án bænar. Getur þú varist þess, að þakka Guði og lofa hann þegar þú vaknar frískur að morgni, fyrst þú veist hve heilsa þín er þjer mikils virði og að Guð einn gefur hana? Eins verður þjer sjálfsagt að þakka heilsu ástvina þinna og þá gæsku Guðs að gefa þjer þá og leyfa þjer að njóta ástríkis og umhyggju þeirra. Og þegar þú hugsar til vandamál- anna og verkanna, sem bíða lausn- ar þinnar á deginum, sem í hönd fer og ert þjer meðvitandi vanefna og vanmátlar þins, til að ráða fram úr þeim og framkvæma þau, án vilja Guðs og hjálpar, getur varla annað verið, en að þú biðjir hann að vera með þjer á hinum komanda degi, og stjórna huga þínum og hönd þannig, að dagsverk þín verði til blessunar heimilinu. Getur þú fyr en þessari bæn er lokið, gengið öruggur og ókvíðinn til starfa í þeirri von, að Guð verði með þjer, að hann blessi heimili þitt um daginn? Og þegar þú hefir gengið frá dags- störfunum og ætlar að gefa þig á vald svefninum, færðu þá af þjer að gera það, án þess fyrst að snúa huganum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.