Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 7
BJARMI 111 »Hrópaðu upp, hrópaðu til Guðs, hann mun heyra til þín«, svaraði engillinn. »Já, hann mun heyra til mín«, svaraði jeg. »Ó, Drottinn, hjálpa þeim, — ó, láttu þau nema staðar áður en það er um seinan, — ó, jeg bið þig miskunna þig yfir þau«, hrópaði jeg tii Guðs. Á samri stundu heyrðist hár hvellur. — Annað framhjólið á bifreiðinni hafði sprungið. Maðurinn stöðvaði vjelina, fór út úr vagninum og taut- aði blótsyrði um leið. — En það sem mest var um vert — bifreiðin hafði stöðvast, — og þá vaknaði jeg. Þegar jeg kom til sjálfrar mín, sat jeg uppreist í rúmi mínu, löðrandi af svita og skjálfandi af hugarhrær- ingu, — en þó allshugar fegin. Stúlkan hafði fengið frest, enn þá var tfmi til þess að snúa við frá vegi syndarinnar. Hún hafði ekki heyrt til mín, en Guð hafði stöðvað hana, enn einu sinni hafði hann kallað á hana og gefið henni tækifæri. — Notar hún nú þetta tækifæri? — Jeg skal halda áfram að biðja um að svo megi verða, eins lengi og jeg get. Ýms svipbrigði höfðu liðið yfir andlit sra Jóhannesar Birk’s, meðan hann las draum konu sinnar. Er hann lauk lestrinum, lagði hann blöðin í umslagið aftur og reif upp brjefið til litlu stúlknanna þeirra. — Brjefið til hans sjálfs ætlaði hann að geyma þangað til síðast, þá ætlaði hann að lesa kveðjuorð hennar til hans. T i 1 k r i s t n i b o ö s : 20 kr. frá Jóni Björnssyni (frá Bæ). — t Vestm.eyjum bárust kristniboðanum þessar gjafir í kristniboðssjóö: Tvær konur 50 kr. hvor, Tveir menn 5 kr. hvor, N. N. 7 kr., Kona 3 kr., Kona 2 kr., H. V. 5 kr., I. og M. 25 kr., 0. E. 5 kr., Kona 15 kr., Sigriöur 10 kr. Síðasta kveðjan. (Útfararljóð). Lag: Sjá þann liinn mikla ilokk sem fjöll. Hjer stiilist sjerhver strengur rótt, hjer stöðvast lífsins öldur hljótt. Viö dauðans hlið um Drottins frið vjer biðjum bljúgum hug. Vjer þekkjum dauðans þunga róm — hinn þögla lífsins skapadóm. Pví drúpir sveit við duftsins reit og harmar horfinn vin. Pó talar hærra’ en harmsins raust hið helga mál um von og traust á kærleik þeim, sem kom í heim og lagði lífsins veg. í ljósi Krists er leiðin skír — i Ijóma trúar óttinn flýr: Svo birtir vel, að brosir Hel sem gyðja ljóss og lífs. Sú hugsun þaggar harmsins mál, Sú huggun friðar þreytta sál. Sú háleit trú sem háreist brú til lífsins landa ris. Við landamærin ljómar sól, þar lifnar fræ, sem úti kól. Hvert vorblóm rís til vaxtar nýs, við árdögg æðra lífs. Par gróa jarðlífs sollin sár og sefast þrungin harmatár. Par vinir sjást í sælli ást i gleðisölum Guðs. Ó, svíf þú hjeðan, signuð önd, í sigurför af dauðans strönd, um lífsins hlið í ljóssins frið — í Drottins dýrðarheim. Steinn Sigurðsson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.