Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.05.1928, Blaðsíða 5
BJARMI 109 en það fjell ekki, því að það var grundvallað á bjargi. Og hverjum, sem heyrir þessi orð min og breylir ekki eftir þeim, honum má líkja við heimskan mann, er bygði hús sitt á sandi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar bljesu, og buldu á því húsi, og það fjell, og fall þess var mikið. — Verum hinir hygnu menn. Byggj- um hús vor á bjargi: Biðjum án afláts, lesum guðsorð að staðaldri og reynum að vinna alt í anda Krists. Pá blessar Guð heimili vort. Náð hans og friður sje með oss öllum. 1 Jesú nafni Amen. Ör blöðum frú Ingunnar, María Louise Dahl, segir frá. Framh. _____ Sum andlitin voru daufleg og von- leysisleg, önnur báru greinilega vott um skelfilega örværtingu, eins og fólkið hefði lifað við eintómar þján- ingar. Stöku maður var svo grimm- úðlegur og harðneskjulegur á svipinn, að mig furðaði lítt á því, þó þeir kæmu harkalega fram gagnvart ná- unganum, spyrntu honum eða hrynlu úr vegi, eða ækju kæruleysislega yfir þá, sem undir urðu. En mest snart mig þó svipurinn á andlitum all-margra manna, sem þarna voru á ferð um veginn. — Venju- legast var þann svip að sjá hjá ungu, snyrtilega búnu fólki. Fólk þetta virt- ist vera hið ánægðasta, hló og talaði í sífellu, en er betur var að gáð og litið í augu þess, lýsti út úr þeim einhver örvæntingar-spurning, sem viitist sárbæna mann um hjálp. Þessi sjón minti mig á ungan liðs- foringja, sem jeg sá einhverju sinni endur fyrir löngu í stórborg. Hann sat á ferðatösku sinni i húsahliði, með tóma flösku í hendi, og söng af öllum mætti. Inntakið í söngnum var, að lífið væri fagurt, meðan maður væri ungur og glaður, en á milli setn- inganna sveiflaði hann tómu flösk- unni yfir höfði sjer. Alt í einu þeylti hann flöskunni frá sjer, grúfði sig niður og fór að gráta, en hrópaði jafnframt í sífellu: »HjáIp, hjálp«. Kátína hans var öll á yfirborðinu, en hrygð hans risti dýpra, því hann gat hvergi leitað athvarfs með hrygð sína. — þannig virtist mjer gleði og hrygð fólksins á veginum yfirleitt farið. Og þó ekki skorti skart og skraut, gull og gimsteina, þá skildist mjer þó, að hjer væri á ferðinni alveg dæmalaus eymd. Jeg tók nú fyrst eftir því, að um- ferðin á veginum beindist mikið til í eina átt. — Raunar nam stöku maður staðar og virtist hugsa sig um, en sneri síðan við og barðist gegn straumnum í hina áttina. Sýnd- ist mjer fólk þetta verða miklu ham- ingjusamlegra yfirlitum eftir en áður, svipurinn varð eitthvað svo einbeittur og hreinn. Ósjálfrátt sneri jeg mjer við, til þess að sjá hvert meginið af fólkinu á veginum væri eiginlega að fara, og hvert þessi breiði vegur lægi. Þóttist jeg verða mjög skelkuð, er jeg sá hvert leiðin lá, og hjúfraði mig fastar upp að englinnm. »Hvað er þetta?« spurði jeg. I mikilli fjarlægð, þar sem trjá- raðirnar runnu saman i fjarska, brann feiknalegur eldur, er slíka birtu lagði af, að jeg varð að grípa fyrir augun. Er jeg leit upp aftur, sá jeg að Ijómann lagði af geysilega stórri byggingu. — Þetta var glæsileg sjón,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.