Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 2

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 2
114 BJARMI Jeg vil því i dag leggja mjer og yður í huga spurningar þessar: Hvers vegna geng jeg til kvöldmál- tiðarborðs frelsara mins, — og hvað er það, sem getur hindrað mig frá þvi? Andi þinn, góði Guð, gefi andi vor finni þessum spurningum rjett svör, og veki alvarlega tilfinningu vora fyr- ir gildi hins heilaga kvöldmáltíðar- sakramentis. Hið fyrsta, sem verður jafnan í huga mínum, sem ómótstæðileg hvöt til þess að ganga til guðsborðs, er, að Jesús bauð það. »Gerið þelta í mina minningu«, segir hann, — »svo oft sem þjer drekkið« tekur Páll post. fram. — Mjer er hugljúft að taka til greina tilmæli vina minna; hvi þá ekki umfram alt þess, sem mjer er mestur velgjörari og vinur. Jeg tel mjer skylt að fylgja fyrirmælum þeirra, sem settir eru til að skipa og bjóða ; hví þá eigi fyrst og fremst þess, sem hefir guðdómlegt vald? — Og þessi tilmæli, þetta boð Jesú líkist eigi köldum siðvenju fyrirmælum; ylur elskunnar finst í því, að hann lýsir hjartanlegri löngun sinni að neyta þessarar máltíðar með ástvinum sín- um sínum áður en hann liði. Svo lýsir hann yfir andlegri samvist sinni að henni með þeim í hinu nýja guðs- ríki, sem nú var að stofnast. Tök- um eftir helgun brauðsins og víns- ins, sem hann svo nefnir líkama og blóð, — alt er þetta lifandi alvara og heilagleiki, — Og þegar jeg loks- ins minnist þess, að ástvinur minn leggur þetta fyrir mig eins og síð- asta vilja sinn, áður en hann lætur lífið — fyrir mig — þá gerist ekki samviska mín róleg, nje lætur rækt- arleysi mitt óátalið, ef jeg hefi þessa beiðni að engu. Jeg finn til þess i annan stað, að mjer er skylt að minnast með heitri tilfinningu sjerhvers þess, sem frels- ari minn gerði mjer og öðrum sam- sekum bræðrum mínum til frelsunar og fullsælu. En eins og kærleikur Jesú virðist ná fullnaðarmarki sinu í því, að láta lífið fyrir mennina, þannig finst mjer hinn innilegasti kærleikur minn til hans hljóti að hvíla við þetta eins og þungamiðju : Jesús dó fyrir mig. Einskis ber injer að minnast oftar; ekkert ætti að hafa meiri áhrif á lif mitt til betrunar og helgunar, svo að eigi sannist, að þessi heilaga fórn verði árangurslaus. En ekkert fær sterkar vakið í huga mín- um minningu dauða Jesú en hið heilaga kvöldmáltíðarsakramenti, er jeg í anda dvel með Jesú og læri- sveinum hans, meðtek brauðið og vínið eins og af hendi hans og heyri hann segja: »Þetta er minn líkami sem fyrir yður er gefinn,------þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthelt«. — Gæti jeg þá fengið af mjer að hafna hinu besta minningarmeðali þess, mjer á að vera kærast og dýrmætast og helgust skylda að festa hugann við og þakka óaflátanlega? Æ, það væri ræktarleysi og það hættulegt, sem jeg bið Guð að varðveita mig frá. Enn er það, að sú fræðsla og leið- beining fyrir líf mitt, sem jeg hefi notið frá Jesú, bindur mjer skyldu lærisveinsins við meistarann. Lítum á þá skyldu fyrst meðal manna. — Hafi einhver notið sannleiksríkrar uppfræðingar, nauðsynlegrar leiðbein- ingar og ástríkrar upphvatningar hjá öðrum, sem viðurkent er, að þekki öðrum betur leið sannleikans og rjett- lætisins, jafnvel þó ýmsir hafi orðið til að mæla á móti honum, og nem- andinn verði fyrir sjálfum sjer að viðurkenna blessunarrlk áhrif kenn- arans — hvort er það þá drengilegt af nemandanum að samþykkjast, fyrir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.