Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 6
118 B J A R M 1 »Aumkva mig og við þig einan innd, svala þrá, sjúkleik frá sálu hrind. Gef mjer bergja lífsins lind, lát mig ekki deyja’ í synd, skrýð mig þinni skírri mynd«. Jeg efasl þá eigi lengur um að þú, blessaður frelsari minu, takir á móti mjer, og bjóðir mjer fögnuð þíns frelsis. Og eitt er enn, sem hryggir sál mína: Mjer virðist, að ávextirnir af kvöldmáltlðarnautn minni sjeu oft of skammir; og hið sama virðist mjer máske sýna sig hjá öðrum. Petta getur orðið hindrun, en jeg vil hug- leiða hana betur. — Jeg má ekki dæma um aðra í þessu efni; það er Guðs að rannsaka hjörtun. En jeg lít til óstöðugleika sjáifs mín. Mundi jeg betur farinn, þótt jeg af hræðslu við hnnn hætti að leita náðar og styrks í kvöldmáltíð Drottins? Mjer virðist ekki. Miklu fremur vil jeg vona það, að þær góðu hugarhrær- ingar, sem vakna hjá mjer, skilji eilthvað eftir í sál minni, og hafi slyrkt samfjelag mitt við frelsara minn. Jesús lýsti því eitt sinn, hvernig sæðið, sem kastað er í jörðina, dafnar án þess maður viti það. »Af sjálfri sjer ber jörðin ávöxt«, segir hann. Það er ylur sólarinnar, sem vekur þannig líf í skauti hennar. Eins trúi jeg, að ylur og kraftur Guðs anda megi koma til hjálpar við viðleitni mína til að verma hjarta mitt til gróðurs, eða að minsta kosti forða því frá að kólna og gróðrinum frá að deyja. Þegar frelsarinn hafði fyrst hina helgu máltíð með postulum sínum, þá undanskildi hann engan af þeim, sem þá voru að máltíð með honum. Var þó trú þeirra veik, og jafnvef Pjetur afneitaði honum stundu síðar. Mun þó eigi þetta helga sameiningar- meðal hafa hjálpað til þess, að verja þá falli í hinum þungu freistingum, fcm nú mættu? Mun þaö eigi hafa gert hjarta Pjeturs bljúgara og við- kvæmara að finna og viðurkenna á- viiðing sína, og reisa við þá hellu trúarstyrkleikans, sem Drottinn vildi byggja á kirkju sína? Jeg efast eigi um það. Jeg hefi nú látið yður, kristnir vinir, einlæglega i ljósi hugsanir minar og tilfinningar viðvikjandi þessu helgi- dómsatriði trúar vorrar, kvöldmál- tíðarsakramentinu. Jeg get búist við því, að efaseminni og heimshyggjunni virðist þær barnalegar. Jeg gef mig ekki að því. Oss er af Drolni vorum og meistara fyrirsett að meðtaka guðsríki eins og börn. Hin helgu fræði kristindómsins hafa lengi »verið Gyö- ingum hneyksli og Grikkjum heimska« og verða það enn. Jeg fyrirverð mig ekki að setjast í anda að fótum guðs- sonar og meðtaka fræði smælingjanna gegnum orð vottanna, sem hann hjet að Iáta anda sinn minna á alt, sem hann hafði talað við þá. Jeg fyrir- verð mig ekki að koma i anda að krossi frelsara míns og laugast þar þeirri lífsdögg, sem jeg sje að best hefir um aldirnar vökvað akur Guðs hjer á jörðinni til eilífs blóma, fært hjörtunum frið og huggun. — Drott- inn minn! »Blóðdropar þínir, blessað sáð ber þann ávöxt, er heitir náð«. Jeg fel yður, kærir tilheyrendur, nú þelta mikilsverða efni til íhugunar á þessum alvöruþrungnu kyrðar- dögum, að það búi yður undir að geta fagnað af bjarta dýrðlegum geislum páskasólarinnar og síðan þakkað þá við altari Drottins. Jeg fel þjer, himneski faðir, ávöxt einfaldra en einlægra orða minna. Andi þinn blessi og helgi hjörtunum það, sem má þrýsta þeim að föður- hjarta þinu og að krossi þíns elsku- lega sonar. Heyr bæn mina; jeg bið þig i nafni hans. Amen.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.