Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 7
B JARMI 119 fP --------- ---------- ^ Hvaðanæfa. ■. - ...—'j Heima. Preslaköll laus eru Bíldudalur, Húsavik, Mosfell í Grímsnesi, — síra Ingimar hefir nýskeð sagt af sjer, sökum vanheilsu, — Suðurdalaþing (Kvenna- brekka), Möðruvellir í Hörgárdal. — þar sækja þeir: síra Guðbrandur í Viðvik, sira Páll á Skinnastað, síra Slanley á Barði og Sigurður Stefánsson guðfræðis- kandídat. — Kálfafellsstaður er undir kosningu, Jón kand. theoi., sonur sira Pjeturs er þar var, er eini umsækjandinn — Útskálaprestakall er nýlega veitt Eiríki kand. Brynjólfssyni. — Um Kvennabrekku sækja: Ólafur Ólafsson kand. og sr. Tr. Kvaran Mælifelli. Frá Blönduós-fundinum. — Bjarmi þakkar Húnvetningum, sem sam- þyktu að senda honum skýrslu um trú- malafundinn á Blönduós, og sömuleiðis þau 7 brjef, sem ritstjóranum hafa bor- ist um fundinn. Baldvin Eggertsson í Helguhvammi sendi jafnframt grein um fundinn, og flutti Morgunblaðið hana, slepti þó nokkruru orðum hans, erhnigu að þvi, að fundarsamþyktirnar, einkum ein þeirra, sýndu greinilega aö þeim skjáll- aðist mjög, sem ætluðu að meiri hluli safnaðarfólks væri á bandi »nýju« trú- málastefnunnar. — Auðsjeð er á skýrsl- unni að ýmsir fundarmenn kjósa fremur aðskilnað ríkis og kirkju en það trú- máiaástand sem nú er. Enda er að þvi vikið í brjefi eins fundarleiðtogans. Að gefnu tilefni. Svo er mjer tjáð að sumt gott fólk, sem annaðhvort trúir að sálir framliðinna sofi til dómsdags, eða ætlar öll tækifæri til yfirbótar fyrir alla jarðarbúa úti við dauöann, sje rauna- mætt út af þvi að jeg gaf út Vitranir Sundar Singhs, en hins vegar hrósi sumir vinir spiritisma liappi yfir hvað jeg sje »að nálgast þá«. Hvorugu get jeg samsint. Síðan jeg fór að hugsa verulega um trúmál, eða undan- farin 30 ár, hefi jeg jafnan vonað að hver sá, er ekki hefði vísvitandi hafnað náð Guðs í Jesú Kristi, ætti eftir að fá tæki- færi, öðru hvoru megin grafar, til að velja hana eða hafna henni, og hefi ekkert lært af »spíritisma« i þeim efnum. — En aðalástæða mín til andstöðu við spíri- tisma hefir jafnan verið og er enn sú, að mjer virðist hann, eða »andar« lians, al- veg hafna friðþægingu Krists. Al-rangt tel jeg að kalla Sadhu Sundar Singh »miðil«, eins og sumir Öndungar gera. Hann fær dásamlegar vitranir og segir frá sumum þeirra á eftir, en er þá i engum dvala nje leiðslu. Hann skrifar ekki ósjálfrátt og engir andar tala með vörum hans á neinskonar miðlafundum. — Og vitnisburður hans um Krist er allur annar en flestra miðla, sem jeg hefi heyrt um. Sem betur fer eru þeir margir, sem fullvel skilja afstöðu Bjarma í þessum efnum. — Leyfi jeg mjer að birta hjer kafla úr nýkomnu brjefi frá merkum Vestur-íslendingi (Sk. A. Sigvaldason við Iwanhoe). Bindindishugvekju hans læt jeg verða samferða, ef einhver vínvinur skyldi lesa þetta. Hann skrifar: »Afstaða Bjarma gagnvart Sundar Singh finst mjer mjög rjettsýn. Ef kirkjurnar vildu rannsaka allar vitranir itarlega og hafna þvi falska en meðtaka það sanna, væri hægt að græða á þeim. Petta yrði mikið verk og þyrfti sjerlega vel kristna menn til að leysa það verk af hendi. Afstaða Bjarma gagnvart hinutn ýmsu trúfiokkum hefir oftar verið fremurrjett- sýn, sem er óefað orsök að blaðinu eykst alt af vinsældir. Jeg hefi sjeð vitranir eftir Marietta Davis sem virðist vera í samræmi við biblíuna. — Aðaláhugamál vort [þarf nú að vera bíndindismálið. — Frá því jeg var 10 ára þar til jeg var 17 ára gamall, fór jeg reglulega til kirkju en fór aldrei á dans- leiki, bragðaði aldrei áfengi, en var samt ekki sannkristinn maður. —■ Jeg veitmeð vissu að enginn getur verið með víni og talist vinur Guðs eða Frelsarans eða sannkristinn maður. Guð gefi náð til þess að menn snúi sjer til Frelsarans og geri þetta heimsböl útlægt, sem steypir svo miklum hluta af mannkyninu í eilífa glöt- un. Guð gefi að við vinnum aö því að hans vilji verði«. Passíusálmarnir með nótum ó- keypis handa nýjum kaupcndum Bjama

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.