Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 8

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 8
120 BJARMI þ. á., og á eina krónu lianda öllum skil- vísum eldri kaupendum eru enn til svo margir, aö óhætt er að halda áfram að panta þá. Meira að segja er velkomið, að láta þá sem lengi hafa skift við Bjarma, fá íleiri en eilt eintak, jafnvel ein 5 fyrir þetta gjafverð (1 kr. hverja bók), ef þeir vilja hafa þá til að gefa unglingum. — Burðargjaldið er þá einnig tiltölulega minna, ef fleiri eru tekin í einu, og unt er að senda þá í pakkapósti. K a 11 a r i heitir lítið blað, sem sr. Nils Ramselius, trúboði hvítasunnusafnaðarins, gefur út. 4. tölubl. kom i apríl þ. á. og er alt um hvíldardagsmálið. Er þar margt góðra leiöbeininga fyrir þá sem hallast að laugardagslielgi, og sýnt fram á hvað hún er ástæöulaus fyrir kristið fólk. Til presta. — Væntanlega vilja marg- ir prestar eignast ræðusafnið sænska, sem dr. J. H. biskup skrifaði um hjer i blaðið 7. mars s. 1.; Pað heitir eins og menn muna Högmásso postilla, eftir dr. Sam. Stadener. — Ræðutextarnír eru »fyrri nýa textaröðiu«. — Eftir sama höfund er að koma út annaö ræðusafn yfir »síðari nýju textaröðina«, og fær það jafn ágætar um- sagnir í erlendum blöðum sem fyrra ræðusafnið. Ræðusöfn þessi eru hvort um sig í 4 bindum, á 3,75 kr. ób., en 4,25 kr. í bandi hvert bindi. — Er auð- sjáanlega miklu betra að kaupa bókina i bandi, er þá hvert ræðusafnið 17 kr. sænskar eða liklega 21 eöa 22 kr. isl. hjá bóksölum. — Af því að hjer er um svo góða og þarflega bók að ræða, þá ætlar Bjarmi að láta vini sína i prestahóp njóta góðra sambanda sinna um bókakaup og býðst til að útvega þeim þessi ræðusöfn annað eða bæði fyrir sömu upphœð í ísl. kr. og bækurnar kosta í sænskum kr., eða sleppa alveg gengisviðbótinni. — Ritstjór- anum er mikil ánægja að geta gert prestum þenna greiða, og væri kært að fá pantanir sem fyrst að bókinni eða bókunum. Ætli það? — Margt fagurt hafa læri- sveinar og vinir Har. sál. Nielssonar ritað um hann látinn, — sem eðlilegt er. — Hitt kann að orka tvímælis þegar »drýp- ur á djáknann«, eða hvort t. d. Stþ. G. fer með rjett mál, er hann skrifar í Verka- manninn 17. mars s. 1. um »söfnuð« þann er studdi guðsþjónustur H. N.: »Mun óhætt að fullyrða, að enginn annar söfnuður í þessu landi hafi verið jafn gagntekinn af áhuga á andlegum málum«. — Ætli safnaðarstjórninni hafi fundist það síðustu árin? Og ætli hún liefði þá talið ástæðu til að birta samskota-áskorun í blöðunum og látið ganga með samskota- lista um höfuðstaöinn til að gefa út prje- dikunarsafn safnaðarleiðtogans? — Hefði ekki verið eðlilegra, að áhugamennirnir hefðu kept um að fá að gefa út slíka bók og borgað handritið myndarlega? — Og bar þeim ekki að koma í veg fyrir, að fyrra ræðusafn slíks ræðumanns »væri felt í verði« eða auglýst með niðurseltu verði undir eins eftir jarðarför hans? Það hefði vafalaust elcki verið talið Bjarma til »inntekta« nje talið bera vott um trú á sigur eldri stefnunnar, ef hann hefði komið svo fram gagnvart einhverj- um nýlátnum leiðtoga sinnar stefnu. Það er dáliliö annað, ef átt hefði að gefa ræðusafnið út á Kínversku eða handa fólki, sem ekkert vissi fyr um höfundinn, — og gefa svo mikinn hlula upplagsins. En rojer vitanlega hafa Jforgöngumenn- irnir ekkert sagt í þá átt. Alþingi hætti við að leggja Þing- vallaprestakall niður, sem belur fór. — En búist er við að sra Guðmundur Ein-. arsson sæki um Mosfell í Grímsnesi, og óvíst er talið að Þingvellir verði auglýst- ir til umsóknar, cr sra G. E. fer þaðan. S. Á. Gíslason. Smáar upphæðir, 5 kr. eða minna, er ódýrast að senda blaðinu í ónotuðnm almennum islenskum frímerkjum. Einkar hentugt fyrir þá, sem eiga eftir að panta Þassíusálmana. Iívittanir. Til Bjarma: 10 kr. frá frú M. S. Höskuldsst., § 1,50 mrs Kr. J. Elfros, N. N. Rvík.: »Æfitillag« 100 kr. Til kristniboðs: Vjelstjóri 55 kr., »Sumargjöf« 5 kr. Til Strandarkirkju Ey- firðingur 10 kr. Útgefandi: Slgnrbjörn Á. Gíslason. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.