Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 3
BJARMI 115 öðrum, sem lægja meistarann, eða þrekmannlegt að láta eigi í ljósi hjart- ans viðurkenningu sína og tiltrú til hans? Finnur eigi nemandinn miklu fremur til skyldu að verja meistar- ann, og til metnaöar i því, að láta sjást fastheldni sína við fyrirmæli hans, einmitt þá helst, er aðrir sýn- ast lítilsvirða þau? Nú verð jeg að játa fyrir sjálfum mjer, að Jesús er sá hinn visasti, sannleiksrikasti, um- hyggjusamasti og ástríkasli kennari og leiðtogi, sem jeg eða nokkur mað- ur, heyrandi orða hans, hefir átt. — Það er sannfæring mín, að líf hans: | orð hans og verk var guðdómsgeisli hjer á jörðu — að hann var »ímynd íöðursins«, og fyrir mennina »vegur- inn, sannleikurinn og lífið«. En þá finn jeg, að jeg fæ aldrei meiri hvöt til að standa við þessa sannfæringu mína og verja hana, en þegar jeg sje dreginn skugga á hana. Og treysti jeg mjer ekki að gera það með orð- um, vegna ófimleika mins í þeirri grein, þá er mjer því fremur fró að gera það í verki, og láta sjást, að jeg held við fyrirmæli guðdómlegs drottins míns og meislara, þótt aðrir umhverfis mig hafni þeim. Huga mínum liggur við aö finna í því eins og rjettmæta hefnd hans vegna — en þó miklu fremur viðleitni þess, að halda fast því, sem jeg hefi, svo að enginn taki frá mjer kórónu mina. Já, kórónu mínal Hver er hún hjer í tímanum? Sú hin sama, sem hún á að verða í eilífðinni: innilegt samfjelag andans og sameining við guðsson, Drottin minn Jesú. Þetta samfjelag er hafið hjer á jörðu: »Verið í mjer, þá verð jeg líka í yður«, og fullkomnast í eilifðinni: »Faðir, jeg vil að þeir, sem þú gafst mjer, að einnig þeir sjeu hjá mjer þar, sem jeg er«. 1*6113 samfjelag er ósýnilegt, af þvi að það er andlegt, en guðsorð bendir ótvirætt á, að það sje til: »Sjálfur lifi jeg ekki framar, heldur lifir Kristur i mjer«. Og fyrir hugsun minni er það tina leiðin til þess, aö jeg öðlist hlutdeild í því, sem Jesú annars tilheyrir, þ. e. að andleg tilvera mín hreinsist og helg- ist i sambandinu við Jesú, eins og greinin ber því að eins ávöxt, að hún sje á vínviðnum; þaðan fær hún lif og kraít. — En nú verð jeg að ráða það af orðum Jesú, að eitt hið kröft- ugasta meðal til þessarar andlegu, ósýnilegu sameiningar sje hið heilaga kvöldmáltíðarsakramenti: »Sá, sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, sá er í mjer og jeg í honum«. Hvernig fæ jeg mig þá til að hafna þessu blessuðu sameiningarmeöali? Mun það eigi verða til ámælisins: »Þjer hafið ekki viljað það«. — Og sje nú svo, sem jeg efa ekki, að kvöldmál- tiðarsakramentið styrki mig í að elska Jesú, sem endurlausnara minn og frelsara, sem elskaði mig að fyrra bragði, þá er mjer einnig efalaust, að það leiðir á sama hált hjarta mitt nær bræðrum mínum og systrum, sem jeg veit að Jesús elskaði eins og mig og vill frelsa eins og mig. Það hjálpar mjer að elska þau. — Vjer þekkjum það úr samlifi voru, að oft verður unnað gegnum aðra. Enginn bróðurkærleikur meðal mann- anna verður ávaxtasælli en sá, sem er i gegnum kærleika Jesú. Limirnir, sem hlýða sama höfði, eru best fallnir til þess að vinna hver með öðrum og hver fyrir annan, og Kristur er höfuð safnaðarinsa. Ó, hve það er hugljúft, að allir limirnir sæki þekk- ingu og lífsþrótt til þess sama höfuðs! Virðum og notum hvert náðarmeðal, sem Guð gefur oss til þess. Og þegar jeg tala um kvöldmál- tíðarsakramentið sem sameiningar- meðal mannanna við Jesú og í Jesú,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.