Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 07.05.1928, Blaðsíða 5
BJARMl 117 líkama sinn og sáttmálablóð, gefir^ og útbelt til fyrirgefningar syndanna. Hann býður að neyta þess í minn- ingu sína. Þetta verður að vera oss nóg, og má vera oss nóg. Nákvæm- ari rannsóknir á því virðast mjer í þessu sambandi eigi nauðsynlegar, og sorglega mikill ágreiningur hafi því verið gerður um hið hulda Guðs, þegar ræða var um nautn og blessun þess. Hvernig má jeg setja skynsemi mína dómara í þvi, sem hún kemst eigi að? »Pessi er minn elskaði son- ur, sem jeg hefi velþóknun á; hlýðið á hann«, sagði líka rödd Guðs. Ef til vill segir efi minn aftur: »Hvernig á jeg og hinir fáu að slunda það, sem fjöldinn hafnar og metur einskis? Jeg hlýt að fylgja straumn- um«. — Sje jeg þá ekki hvernig straumarnir breyta sjer, víkja úr eldri farvegum, stundum langt frá þeim, vitja þeirra svo aftur? Flytur sann- leikurinn sig svona til með þeim? Nei, mannlífsstraumarnir ólga og æða, því að frelsið er þeim gefið, breytast og bylta sjer milli himnaríkis og helvítis, ef svo mætti tala; en Guð er óumbreytanlegur, og sannleikurinn með honum, og vegur til hans, og lífið í honum. Þetta þrent kom til mannanna í Guðs syni Jesú Kristi. Sá, sem elskar sannleikann, hlýðir rödd hans. Hvort skal jeg þá meta meira Jeiðsögn hans eða skoðana- breytingar mannanna í sömu efnum? Nei, jeg má ekki »fyrirverða mig fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists«, kraftinn Guðs til sáluhjálpar, sjer- hverjum sem trúir — eigi heldur fyrir þær leiðir sem hann vísar mjer að því, jafnvel þótt hugboð mitt geti mælt með öðrum leiðum. — Jeg vil þá meta mest að fylgja þjer, Drottinn minn, sem lærisveinn þinn og barn föðursins. Jeg vil hafa gleði mina í því, að þú birtir smælingjunum vís- dóm þinn, og hefir þóknun á því, að honum sje fylgt, þótt heimurinn máske um stund hyggi annað sam- boðnara fræðurn sínum. En eitt er það þó enn, sem trygt getur huga minn og hindrað fram- kvæmd mina: Ó, má jeg dirfast, Drottinn minn, að snerta við dýrð- legasta helgidómi þínum meðal mann- anna, slíkur sem jeg er: hlaðinn syndum og heimslegum girndum, efandi og óstöðugur i góðum áform- um mínum? Þannig hlýtur sál mín oft að andvarpa, og hindrast jeg þá i því að ganga til Guðs borðs. — Minnist jeg þá einnig orða Páls post- ula urn óverðuga nautn kvöldmál- tíðarsakramentisins. — En þegar jeg minnist þess aftur, að Jesús sagði: »Komið til mín, allir þjer, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir«, og að hann tók að sjer tollheimtumenn og ber- synduga, og loksins lýsti yfir því, að heiibrigðir þyrftu ekki læknis, heldur vanheilir, þá dvín ótti minn og mjer virðist jeg kenni gleðinnar á himnum yfir syndugum, sem bætir ráð silt. Sje jeg þá, að sjúkur má eigi forðast lækninn, nje hungraður fæðuna. Og einnig veit jeg, að hin hörðu orð Páls postula áttu við sjer- staka úlfúð og spillingu, sem var að læðast inn i söfnuðinn, er hann skrif- aði þau, og í samband við sakra- mentið. — Jeg vil því gefa mig á Guðs vald, biðja hann að vera mjer syndugum líknsaman, og blessa við- leitni mína og löngun að komast í samfjelag við frelsara minn. Svo mæli jeg til hans orðum sálma- skáldsins: »Jesús minn, Jesús minn, jeg kem hjer; á þinn fund alla stund æski’ eg mér. Marga þunga byrði’ eg ber, bót, sem dugir, hvergi er annarstaðar en hjá þjer«.----

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.