Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 133 erlendar bækur »aðal-mannanna« og settist við að lesa þær enn á ný. Stundir liðu og athugasemdum fjölgaði á blöðum mínum. — Eu þá mintist jeg þess, að jeg átti eftir að undirbúa mig undir að flytja jóla- ræðu. Ekki var ráðlegt að flylja þar trúvarnar-erindi, allra síst með til- vitnunum í bækur lærðra manna. Það mundi fara fyrir ofan garð og neðan hjá tilheyrendum mínum.----- Svo lokaði jeg »lærðu« bókunum og tók að hugsa um jólin. — En það var líkast því, sem þau væru horfin út í þoku alskonar vafa-spurninga. Jólafögnuður, jólavissa, jólaauðmýkt, — voru það ekki alt saman einlóm orð, innantóm, sem tilfinningaríkir menn hefðu skapað til að hugga sig og aðra með í skammdegismyrkrinu, þar sem skynsemin sá ekki þverhönd frá sjer? — — Jeg greip ræðusafn góðs prjedikara og fór að lesa jólaræður, en þær breyltu engu. »Er það satt?« »Er það salt?« var alt af verið að hvísla að mjer. »Meiri hluti mannkynsins fyr og síðar hefir aldrei um það heyrt. Meiri hluti hinna, ýmist andmælir því eða lifir eins og aldrei hafi ver- ið haldin krislin jól. — Til hvers er að segja fólki frá þvf, enn á ný, sem það kann, en trúir ekki, eða að minsta kosti lætur alls engin áhrif hafa á líferni sitt?« — — — Jeg var í þungu skapi, og vissi varla hvað gera skyldi. í sama bili var kallað á mig til kvöldverðar. — Litla stúlkan mín var bjá mjer, hún hafði rjett mjer bækur úr bókaskápnum og látið þar aðrar, sem jeg hafði blaðað í. »Jæja, við skulum koma og borða«, sagði jeg. En þá svaraði hún: »Eigum við ekki fyrst að þvo okkur, pabbi minn?« Hún vissi, að bókaryk á ekki heima við máltíðir. — — Það var sem jeg vaknaði af draumi við þessi orð barnsins. »Jú, við þurfum að þvo okkur«, mælti jeg við hana. En við sjálfan mig sagði jeg: »Þú áttir að þvo þjer«, er þú komst frá lestri vantrúarrita og ætlaðir að fara að hugsa um jólin. — Þú áttir að lauga sál þína í auð- mjúkri bæn við háslól Drottins. Og í raun rjettri ert það ekki þú sjálfur heldur liann sjálfur, sem þá getur hreinsað huga þinn og lokað dyr- um fyrir eiturskeytum kaldra efa- semda. — — Margoft síðar hafa þessi orð komiö mjer í hug eflir ýmsan lestur. Hatur og lævísi skrifuðu blaðagreinar, laus- ung og ágirnd skrifuðu bækur gagn- sýrðar allskonar óþverra. Mjer fanst jeg verða að lesa margt af því, til að geta betur varað við því, en hálf-öfundaði þá, sem enga ástæðu höfðu til að kynnast slíku. Jeg fann oft hvað nauðsynlegt var »að þvo sjer«, og reyndi að gera það. Má þó vel vera, að stundum hafi það ekki verið gert sem skyldi, og því hafi kaldlynd gremja ráðið meiru en kærleikur og meðaumkvun er jeg mætti höfundum slíkra ritsmíða.------- En það hefi jeg lært, að engin heldur heilög jól, sem gleymir alveg »að þvo sjer« í þessum skilningi, og því segi jeg hjer frá þessu, að mig langar til að segja við sem flesta: Forðastu vondan fjelagsskap. Lestur vondra bóka og blaða er mörgum engu síður hættulegur en verstu ljettúðar-samkomur, — og ef til vill enn varasamari. »Vandaðir borgarar« vilja ekki láta um sig spyrjast að þeir sitji »gleðifundi bersyndugra«, og þykir lítil ánægja að sitja í þeim hóp, sem áfengi gerir að ræflum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.