Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 7
B J A R M I 135 iskar« guðsþjónustur í Osló, honum um að flytja prjedikun í háskólanum. Samkvæmt norskum veujum sendir guð- fræðiskandídat umsókn um prestsembætti um hendur sóknarprests síns, prófasts og biskups, er allir láta umsögn sína fylgja með til kirkjumálaráðuneytisins. — Pað sendir svo umsóknina með fylgiskjölum til sóknarnefndar i viðkomandi presta- kalli, og þaðan fer hún til umsagnar pró- fasts og biskups í því stifti, sem presta- kallið er, og siðan aftur til ráðuneytisins, er oftasl veitir brauðið þeim, sem sókn- arnefndin mælir með. Pessar reglur voru brotnar í þetta sinn af báðum hlutaðeigendum. Dr. Schelde- rup sendi umsóknina i vetur um Vereyjar- prcstakali í Lófóten beina leið til Ha- sunds kirkjumálaráðherra í Osló, og brjef um leið mjög hiýlegt, en þó með mjög óákveðnu orðalagi, að öðru leyti en því, að hann kvaðst ekkert taka aftur af því, sem hann hafi áður skrifað um kristin- dóminn. Svar ráðuneytisins (dags. 8. mars) var á þessa leið: »Ráðuneytið hefir fengið umsókn hr. doktorsins (dags. 23. f. m.) um Vereyjar- prestakall, og brjef yðar frá sama degi til formanns ráðuneytisins. Eftir afstaðinn stjórnarfund (regjerings- konferance) skýrir ráðuneytið yður frá, að fyrnefud umsókn yðar og aðrar um- sóknir yðar um prestleg embætti. ef til kemur, verða ekki teknar til greina eins og stendur, þar eð engin lagaheimild er talin fyrir því«. — Út af þessu brjefi urðu ákafar deilur í norskum blöðum. Vinir nýguðfræðinnar urðu stórreiðir, rjeðust þeir einkum á kirkjumálaráðherra fyrir að hafa ekki sent umsóknina til biskups og látið guð- fræðinga dæma um hvort trúarskoðanir dr. Schelderup væru hæfar þjóðkirkju- presti. — Ráðherra svaraði, að hann þyrfti ekki að spyrja neinn um það, doktorinn segöist hafna guðdómi Krists, enda þólt hann wsegðist sjá Guði í Kristi«, — og þá þætti sjer lítilmannlegt, að vera að koma ábyrgðinni á aðra. — Nokkrir nýguð- fræðisprestar skrifuðu svæsnar greinar í blöðin, kváðust vera sammála doktornum í flestu, og einn bætti því við, að sjer sýndist skifta litlu, hvort Jesús frá Naza- ret hefði verið til eða ekki, »hugsjónir kristindómsins væru jafngóðar eftir sem áður«. Vinir eldri stefnunnar vörðu stjórnina. og allir biskuparnir voru þeim megin. En um alt land var málið rætt af kappi og mátti heita, að um hríð rigndi yfir kirkjumálaráðherrann ýmist þakkarskeyt- um eða ámælum. Jafnvel sumir þeirra, er sjálfir kvéðust standa fjarri öllum kirkjumálum, tóku til máls í blöðunum, og kváðust óánægðir með þetta alt. — Rað væri alveg óhafandi að nýguðfræðingar gerðust starfsmenn þeirrar þjóðkirkju, sem hefði aðrar trú- arjátningar en þeir gætu samsint. Hitt skyldu þeir styðja þá við, ef þeir vildu vinna að því að breyta þeim. Drengilegt og sjálfsagt að vinna að lögfornlegum breytingum á »úreltum« játningum, sögðu þeir, en hitt væri ódrengskapur gagnvart ríkinu og óhreinskilni gagnvart kirkjunni að þiggja uppeldi sitt hjá henni á meðan hún fengist ekki til að breyta játningunum. Úrslitabaráttan um málið varð í Stór- þinginu og stóð þar 2 daga 13. og 23. marz, Dr. phil. R. Thommessen, ritstjóri »Tidens Tegn«, var þar framsögumaður og flutti tillögu um, að Stórþingið lýsti óánægju sinni yfir úrskurði ráðuneytisins. Síðar fjell hann þó frá því og studdi aðra tillögu, er ekki fór fram á annað, en að umsókn dr. Schelderups væri send sókn- arnefnd og biskup til umsagnar, sem aðrar slíkar umsóknar. Pá komu enn 2 aðrar tillögur til um- ræðu, í annari var þinginu ætlað að lýsa þvi, að nýguðfræðin væri »enn slungnari tilraun borgaranna« en gamla guð- fræðin, »til að halda vinnulýðnum í and- legri niðurlægingu«, og því bæri að skilja ríki og kirkju tafarlaust og banna öll trúmál í opinberum skólum (auðvitað var sú lillaga frá jafnaðarmanni), en hin tillagan, sú eina, er kirkjumálaráðherra kvaðst geta gengið að, lýsti þvi, að Stór- þingið sæi enga ástæðu til að skifta sjer af málinu. Og sú tillaga var samþykt að lokum með 75 atkv. gegn 64. Verkamannaflokkurinn allur á móti, — ætluðu að steypa stjórninni með mál- inu — og 4 aðrir. — Svo fór um sjóferð þá, en afleiðingarnar eru ekki horfnar. Hasund ráðherra gat þess við umræðurnar, að það væri ekki

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.