Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.06.1928, Blaðsíða 6
134 B J A R M I En ef þeir hugsa: »Það gerir ekkert til hvað jeg les; enginn sjer það, og jeg er nógu sterkur«, — þá eru þeir á hálum ís. — Gæt þín fyrir þeim voða; og þurfir þú samt að lesa rit- smíðar fullar ýmsri sóttkveikjn, þá gleymdu ekki »að þvo þjer«. Gleymdu ekki einverustundum í auðmjúkri bæn. Bækur. Aðalmunur gamallar og nýrrar guð- fræði, eftir S. Á. Gíslason. Verð 35 a. Erindi það, sem Bjarmi flulti í velur og ýmsir kaupendur blaðsins hafa þakkað, er nú sjerprentað. Er það selt svo ódýrt til þess að vinum eldri stefnunnar sje því auðveldara að kaupa mörg eintök í einu til út- breiðslu meðal þeirra, sem óska veru- legrar fræðslu í þessum efnum. Hegningarhúsvistin i Reykjavik, eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. Verð 25 aur. Höfundurinnskrifaði langar greinar um þetta efni í dagblaðið Vísi, er vöktu þá eftirtekt, að jafnvel eitt háðblaðið reykvíska tók upp sumt í þeim á sína vísu. Nú eru þær komnar út sjerprentaðar og rilið svo ódýrt (36 bls. á 25 aura), að engum er ofvaxið að eignast það. — Auðvitað er það ekki hlutverk Bjarma, að dæma um ritið, en vait verða þeir margir, sem geispa á meðan þeir lesa það. Timaritið »Sonur hins blessaða«, eftir undirritaðan, hefir gengið svo vel út, að útlit er á, að það verði uppselt um næstu áramót, enda fær það bestu meðmæli bæði í Samein- ingunni og víðar. Er vissast fyiir þá, sem vilja fá sjer þar óhluldræga fræðslu, að panta það sem fyrst. — Verðið er einir 60 aurar. Vaknið! Börn Ijóssins heitir snot- urt guðspekisrit, fært í letur af tveim starfsmönnum, en þýtt og gefið út af frú Svövu Þórhallsdótlur. Jeg hygg, að það sje besta bókin frá guðspek- inni, sem út hefir komið á íslensku. Því að þar er fjöldi af góðum al- mennum siðferðis-heilræðum. — En því miður er blandað saman við þau draumórum um »Hvíta-Bræðralagið«, og hvergi minst á frelsara syndugra manna. Pví er ofur hælt við, að bókin verði ekki til að vekja, heldur til þess gagnstæða, telja fólki trú um, að ekki þurfi annað en setja markið hátt, þá frelsi hver sjálfan sig. Mjer var raun að lesa þessa bók, sjá, að alveg var sneytt fram hjá því besta og hinum besta, sem síst hefði mátt vanta í bók með svo fögru nafni. S. Á. Gislason. Frá Noregi. Þareð ýmsir lesendur Bjarma vilja fá að heyra meira um »umsókuarmál« dr. Iír. Schelderups í Oslo, verða hjer talin höfuðatriði málsins. Kr. Schelderup er fæddur 1894, tók guðfræðispróf 1918 með hestu einkunn og varð dr. theol. 1923. Hefir hann flutt fyrirlestra við háskólann undanfarin ár. Fyrstu árin við háskólann átti hann í talsverðum ritdeilum við merkustu ný guðfræðinga Norðmanna. Hann álasaði peim fyrir hálfvelgju, ósamkvæmni og óhreinskilni, en taldi sigurvænlegra að hefja merki únítara hreint og beint. Á peim árum skrifaði hann ritið »Hvem Jesus var«, par sem hann hafnar alger- lega guðdómi Krists. Seinna nálgaðist hann meira aðra ný- guðfræðinga, og varð í fyrra haust for- maður nýstofnaðs fjelags peirra. — En jafnan hefir hann verið talinn fara lengra i afneitunarátt en porri annara norskra nýguðfræðinga. — Og fyrir fáum árum ncitaöi nefndÍD, sem sjer um »akadem-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.