Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 3
BJAKMI 163 svo unaðslegt, að sárt var að þurfa að þjóta áfram með eimlest. Seint um kvöldið komum við til Praha eða Prag, sem stendur í brekk- um beggja megin við Moldá, sem Tsjekkar kalla Vltava,1) telur hún 724 þús. íbúa. 1 þeim hóp eru 30 þús. Pjóðverjar og 6000 Gyðingar, en hinir flestir Tsjekkar. Til skamms tíma var langflest fólkið kaþólskt, en siðustu árin hefir fjöldi manna þar i landi sagt skilið við Róm. En los er talið allmikið á trúmálum þess fólks enn þá. Praha kvað vera yfir 3500 ára gömul, og þá elsta höfuðborg í Norður- álfu. Seinni hluta miðaida var hún einhver merkasta borg Mið-Evrópu. þar var háskóli reistur 1348, þar starfaði siðbótamaðurinn JóhannHúss, og konungar í Bæheimi sátu þar. Meðan Bæheimur laut Austurríki bar fremur lítið á borginni, en síðan hún (1918) varð höfuðborg í Czekko- Slóvakíu, lýðveldinu nýja, er telur 14Vz milljón íbúa, hefir henni farið mjög fram. Liggja 11 járnbrautir að borginni, og umferðin er talsvert meiri í borginni en t. d. í Höfn, sem þó er heldur stærri. Samferða-konurnar dönsku höfðu falið K. F. U. K. í Praha, að panta oss öllum herbergi í stóru gistihúsi 1) Margt rekur langferðamaður sig á, og þá meðal annars það, að nöfn á borg- um og fljótum eru oft gagnólík hjá ólik- um þjóðum þar syðra. — Tsjekkar segja t. d. ekki Prag heldur Praha, og borgin í »gamla Ungarn«, sem Pjóðverjar og landafræðisbækur Norðurlanda kalla Pressburg, hjet og heitir hjá Ungverjum Pozsony, en Tsjekkar kalla iiana Brati- slava, siðan þeirra ríki eignaðist hana. — En það er ekki auðhlaupið að því fyrir alókunnuga að átta sig á að Pressburg, Pozsony og Bratislava sje ein og sama borgin, eða Moldá og Vltava sje sama fljótið I (»Atlantic Hotel«). — Ung fjelags- kona, frá Praha, beið vor við járn- brautarstöðina og fylgdi oss til gistihússins. — Þar fengum við hjónin hið veglegasta svefnherbergi, með baðherbergi og öllum þægindum, enda kostaði það 67 kr. um sólar- hringinn! Sem betur fór voru það þó ekki danskar, heldur tsjekko- slovakiskar krónur, en hver slík króna (skammstöfuð Kc) er svipuð að gildi og 13V2 eyrir íslenskur. Samt er það ekki það, sem okkur verður minnisstæðast frá þessu gisti- húsi, heldur hitt, að inni í svefn- herberginu voru 2 blómvendir, hvítar og rauðar liljur, og brjef til okkar beggja. þau voru frá forstöðukonu K. F. U. K. í Praha, rituð á ensku, og efnið að bjóða okkur hjartanlega vel- komin til Tsjekkoslovakiu fyrir hönd K F. U. K. þar í landi (»To the Icelandic Friends a most hearty wel- come from the Czechoslovak - Y. W. C. A.«), tjá okkur að skrifstofustúlka fjelagsins, ungfrú Motyckova, kæmi í fyrramálið að fylgja okkur til bif- reiða, er okkur skyldi flytja til merkra staða, og framkvæmdarstjór- inn, ungfrú Molnárová, mundi fylgja oss seinni partinn til miðdegisveröar, sem fjelagið byði okkur til. — Auð- vitað fengu dönsku fulltrúarnir svipuð brjef í sfnum herbergjum, að því við- bættu, að nú væru þær komnar til ættjarðar Dagmar drottningar1). Við vorum hjer nýkomin hálfþreytt í stórborg, þar sem við þektum engan, heyrðum tungu (tsjekkisku), sem við skildum ekkert í, og höfðum þegar orðið þess vör, að sú tuuga (þýskan), 1) Dagmar, dóttir Ottoscars I. Bæheims- konungs, giftist Valdimar Sigur Danakon- ungi áriö 1205. Er hún líklega vinsælasta drottning, sem Danir hafa átt.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.