Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.08.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 165 siðar sáum við þá svo marga í Búda- pest að ekkert þvi líkt var í öðrum stórborgum. Á hverju götuhorni og í hverri opinberri byggingu stóðu oft- ast 2 alvopnaðir lögreglumenn, og á torgum sátu 2 eða fleiri á hestbaki; eÍDU sinni sá jeg yfir 20 fara saman ríðandi og hjólandi all-vígamannlega. Jeg spurði samferðamann minn, hvort uppþot væri í nágrenninu. — »Veit það ekki«, var svarið. — »Við sjáum það þá i blöðunum á morgun«, sagði jeg. — »Nei, blöðunum er fyrirboðið að minnast á slikt«, var mjer aftur svarað. III. Áður en við fórum frá Höfn, hitt- um við hjónin að máli ungfrú Jako- bínu Magnúsdóttur, skátaforingja úr Reykjavik. Hún var þá nýkomin frá alþjóðafundi Skáta suður i Búdapest og fræddi okkur um margt, er siðar kom að góðu haldi. Sjerstaklega sagði hún okkur frá, að hún hefði hitt ágætan íslandsvin þar syðra, sira Gísla Johnson, er hefði tekið sjer með hinni mestu gestrisni. Jeg skrif- aði honum þá þegar og spurðist fyrir um, hvort hann mundi geta útvegað mjer leiðsögumann í Búdapest, svo að jeg gæti kynst trúmálum og líknar- starfi i borginni á meðan konan mín sæti á K. F. U. K. - þinginu. Sendi hann mjer þegar svar með loftfari til Hafnar, aö engir erfiðleikar mundu verða á því, og tjáði jeg honum þá hvenær við kæmum til Búdapest. — Sjerstök merki á ferðatöskum okk- ar allra »Norðlinganna« sýndu hvert förinni var heitið, og þegar við fór- um i fjölmenni úr eimlestinni við stórvaxna járnbrautarstöð í Budapest, og heyrðum ekkert nema óskiljanlega ungversku, var aðal-spurningin þessi: Ætli hjer sjeu nú nokkrir fulltrúar frá K. F. U. K., til að leiðbeina oss? — Við vissum að undirbúningsnefndin mundi hafa ráðstafað oss jllum eða komið fyrir í gistihúsum, en hver þau voru eða hvar í bænum, var oss alveg ókunnugt. •— — — Fað liggur við að það sje gaman að koma alókunnugur í milljónaborg, þar sem bæði tungan og annað flest er manni ókunnugt, — þegar maður hefir margfalda reynslu fyrir því, að Drottinn leiðir mann og sendir vini sina til að greiða götu manns enn betur en manni datt í hug fyrir fram. Og því var það bæði í þetta sinn og oftar, að við komum með tilhlökkun í lönd og borgir, sem við höfðum ekki fyr litið. Auðvitað urðu þá einnig viðtök- urnar i Búdapest enn betri en okkur dreymdi um. Ungur piltur, með K. F. U. K- borða á öxl sjer, tók á móti oss öll- um við hlið járnbrautastöðvanna, og sagði að bifreiðarnar biðu, til að flytja oss til gistihúsanna, — áttu dönsku fulltrúarnir að dreifaít í ein 3 eða 4 gistihús, »til þess að viðkynning ó- líkra þjóða-fulltrúa jrrði meiri«, heyrðum við síðar. — En í sama bili víkur sjer að mjer hár maður, þrek- inn og svipmikill, og segir á góðri norsku: »Komið þið hjónin með mjer og látið þenna sendimann eiga sig. Þið búið á mínu heimili meðan þing- ið stendur«. Var þar síra Gísli Johnson kominn sjálfur, — og ekki ofsögum af því sagt, að viðtökurnar hjá honum og öll gestrisni hans í okkar garð, var enn betri en okkur hafði dreymt um. Prestshjónin tóku okkur sem syst- kinum, og ekki spilti prestsdóttirin, hún Guðrún litla Espólin, sambúðinni. En hver er þessi sira Gísli Johnson? hugsar liklega lesandinn. — Svo það skýrist betur, verð jeg að segja frá ætt hans.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.