Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.08.1928, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.08.1928, Qupperneq 8
168 B J A R M 1 fulltrúunum á kvennaþinginu, er heimsóttu þau þessa daga, gestrisni og ánægju, og síst var húsbóndinn smátækur um bifreiðaferðir og veit- ingar. En hitt þótti mjer þó mest um vert, hvað síra Gísli fræddi mig um margt frá Ungverjum og nágrönnum þeirra, og að hann kom mjer í sam- band við leiðtoga evangelisku kirkn- anna í Ungverjalandi, og við aðal- konsúl Dana og íslendinga í Búda- pest, er aftur veitti mjer þau með- mæli, er opnuðu mjer allar dyr líknarheimila í borginni, — enda þótt jeg skildi ekki sjáltur eitt einasta orð I meðmæla-brjefinu. — Vitanlega var það á ungversku. — Lengi mun jeg minnast hvað ung- versku prestarnir lútersku og refor- mertu, sem jeg kyntist, tóku mjer vinsamlega, og gerðu sjer verulegt far um, að jeg gæti kynst sem flestu góðu þessa 10 daga, sem jeg var í Búdapest. Einn þeirra fylgdi mjer um 2 stór elliheimili — annað með 1440 og hitt með 200 ibúum. — Annar fór með mjer I grísk-kaþólska og rómversk-kaþólska kirkjur. Tveir færðu mjer bækur um ungverska kirkjusögu o. fl. — og allir ley»tu þeir með þolinmæði úr spurningum mínum, þótt þýskan væri engin fyrir- mynd hjá mjer. — I blaðafregnum frjettastofu mótmælenda í Ungverja- landi er getið 1. júlí um dvöl mina í Búdapest, og að nú sje komið sam- band milli evangeliskra manna í Ungverjalandi og íslandi, og á eftir mjer eru að koma myndir ýmsra kirkju-Ieiðtoga, sem rjett er að sýna lesendum Bjarma smámsaman. Jakob Jónsson, guöfræðiskandídat, var vígður hjer í dómkirkjunni i f. m. Hann verður aöstoðarprestur föður síns á Djúpavogi. Samskot til Hallgrímskirkjn í Snnrbæ. kr. a. Síra Magnús Helgason, skólastj. . . 10,00 Prófessor E. Briem, Viðey......... 20,00 Dr. Sigfús Blöndai, Khöfn......... 10,00 Mag. Bogi Melsteð, Khöfn.......... 10,00 Verslunarstj. V. Erlendss. Hofsós . 20,00 Jónía Jónsdóttir, Ártúni........... 3,00 Áheit frá S........................ 5,00 Gjöf frá gömlu sóknarbarni........ 5,00 Áheit úr Strandasýslu.............. 5,00 B. Dagsson, Gardar, Dakota........ 60,00 Kristniboðí O. Ó. Thorlákss., Japan . 43,00 Kvennaskólinn á Blönduósi (ágóði af samkomu)....................120,00 Frá Eskiflrði, (P. K.), ágóði af samkomu........................ 63,00 Ljósmóðir G. Norðfjörð, Mýrasýslu 3,00 Kvenfjelag Borgarhrepps, Mýras. . 50,00 Frá ónefndum....................... 5,00 Kona í Suður-Pingeyjarsýslu .... 50,00 kr. 482,50 Háteigi, 13. júlí 1928. Halldóra Bjarnadóttir, gjaldkeri. Bestu þakkir tii alira þeirra, er Iagt hafa korn i mælirinn til Hallgrimskirkju i Saurbæ. Pað er ekki langt frá að öll heimskringlan taki þátt i þessu starfí: Japan, Canada, ísiand — og þá er von um að það gangi. Gjaldkerinn. Gestur. Seint i þessum mánuði er von á dönskum lyfsala til Reykjavíkur, Knud Schmith að nafni, sem ætlar að flytja erindi. með skuggamyndum, um björgunarstarf meðal mestu vesalinga Kaupmannahafnar. Er það kallað mið- nætur-missiónin, af þvi að starfsmenn þess eru á ferli á nóttum. Missión þessi heflr samkomusal (»Sykar«) í Holmens- götu í Höfn. Eru á götuhlið hússins ýms vekjandi orð (»Jesús sjer þig« — »Jesús íiflr«"or fl,), og stór Kristsmynd i glugga, er snýr að götunni. — Hr. Schmith hefir góð meðmæli frá prestum i Höfn, og mun hafa frá mörgu að segja. Útgefandi: Sigrurbjörn Á. Gíslnson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.