Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 5
B JARMI 181 Ferðaminningar ritstjórans. IV. Frá Ungverjalandi. Margt bar við, sem í frásögu er færandi, þessa 10 daga, sem við hjónin dvöldum í Búdapest, og fleira sáum við og heyrðum, en unt er að skýra hjer frá. Hefi jeg þegar ritað 12 smápistla í dagbl. »Vísi« um þau efni, en dálitlu nýju get jeg þó bætt bjer við, — vona að enginn misvirði þótt eitthvað hafi hann áður heyrt, af því sem sagt verður. Það er margt, sem vekur eftirtekt Islendings fyrstu dagana, er hann fer ókunnugur um erlenda stórborg, — og ósjáifrátt ber hann það saman við eitthvað, sem hann áður þekti. Þegar íslendingur »siglir« í fyrsta sinn, og kemur við 1 Skotlandi, er hann ekki eins forviða á neinu sem því, »hvað hestarnir eru stórir«, — af því að hann ber þá saman við islenska hesta. Og þegar hann kemur heim aftur, og sjer íslenskan hest, hugsar hann: »Nei, hvaða ósköp er þessi hestur lftill; þeir voru stærri reiðhestarnir heima hjá foreldrum mínum«. — Hann man eftir því, að þeir voru »svo stórir«, að hann komst ekki bjálparlaust á bak þeirral — Sá, sem kemur beint frá íslandi til Hafnar, hugsar: »En hvað húsin eru stór, en sú umferð á götunum!« — En komi hann frá New-York finst honum húsin smá og umferðin litil. »En hvað sporvagna-leiðirnar eru margar hjerna«, hugsuðum við fyrsta morguninn í Búdapest, er síra Gísli tjáði okkur að sporvagninn, sem við ættum að fara með — um 40 min- útur — inn í miðbæinn til K. F. U. K. - þingsins, væri með tölunni 68. — Sporvagnar, sem fara sömu leið, eru með sömu tölu. — I Kaupmanna- höfn eru leiðirnar (»línurnar«) tæpl. 30, — og vita þeir, sem þangað hafa komið, að ókunnugir átta sig þó ekki á þeim fyrstu dagana. — í Búdapest voru þessar »línur« 84, eða hægt að fara 84 leiðir með sporvögnum, og auk þess fór raf-hraðlest eftir jarð- göngum fró útjaðri inn í miðbæinn. Og þó eru íbúarnir varla þriðjungi fleiri en í Khöfn. Stórir garðar innan borgar og strjálbygð í útjöðrum valda því, að borgarstæðið er víðlent mjög. — Ekkert hús sáum við þó í smfðum í bænum, enda er þjóðin engan veg- inn búin að ná sjer efnalega eítir ófriðinn mikla og áföll þau, sem honum fylgdu. — En 50 siðustu árin á undan ófriðnum ferfaldaðist tala borgarbúa i Búdapest. Dóná fellur suður um miðja borg- ina. Á eystri bakka hennar er Pest, öll á sljettu, en á vestri bakka er Búda, öll á skógivöxnum hæðum. Er fagurt um að litast við fljótið. Gufuskip, með hundruð farþega, fara þar fram og aftur. 6 brýr, háar og myndarlegar, tengja saman Búda og Pest. En stórhýsi ýms standa uppi í brekkunum og niðri á bökkunum, — óg norðan til er Margrjetar-eyja í miðju fljóti, prýði og perla borgar- innar; þar eru heitar og heilnæmar laugar í klettum við skrautleg gisti- hús, leikvellir, skógarlundar og ýmsir skemtistaðir. — Eyjan er svo stór, að okkur gekk betur að villast en að rata, þegar þangað var boðið tii að hlusta á söng og ræður. En tunga þjóðarinnar var ekki eins aðlaðandi og umhverfið, þvi þar brast okkur allan skilning. Fiestir þeirra, sem við þurftum saman við að sælda, gátu skilið þýsku eða ensku, en i spor- vögnum og á mannamótum var jafn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.