Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 7
BJARMI 183 verskur borgari, og hafði þjónað fjölmennum söfnuði í Búdapest, er átti stóra kirkju og húseignir um- hverfis; var þar prjedikað á slav- nesku, og er sú tunga alveg ólík ung- versku (Magyara-tunga), en skyld tsjekkisku, serbnesku og rússnesku. Við friðarsamningana 1920 voru Ungverjar kúgaðir til að sleppa meiri hluta landsins við nágranna- rikin, en við það skapaðist hjá þeim gremja og tortryggni gegn öllum þeim, sem eitthvað voru skyldir þeim nábúum. Og því var heimtað að þessi prestur hætti að prjedika á slavnesku og afhenti safnaðareign- irnar í hendur kirkjufjelagsins. — IM neitaði hann. Var hann þá tal- inn óvinur ættjarðarinnar og varð að sitja í fangabúðum með fjölskyldu sinni á annað ár. Þá misti hann heilsuna af slæmri aðbúð, hendur hans kreptust af gigt, og í skamm- deginu er hann síðan við rúmið. Óvíst hvort honum hefði verið slept og gefnar upp »sakir«, ef ekki hefði staðið svo á, að Tsjekkar ætluðu að gera lúterskan prest einn landrækan um hávetur, úr einu hjeraðinu, sem þeir tóku af Ungverjum. Sá prestur var Magyara-ættar og vildi ekki sverja Tsjekka-stjórn trúnaðareið. En útlendingur einn gat þá miðlað svo málum, að þessi prestur fjekk að sitja kyr; enda var þeim slav- neska slept úr fangelsi um sama leyti.--------- Það er raunalegt þjóðahatrið, og þó held jeg mjer hafi þótt raunaleg- ast að sjá hvað kirkjan var illa sótt, — ekki nema 30 f kirkju, sem tók um 800 manns í sæti. — En »það þora fáir að hallast að þeim, sem situr í ónáð stjórnarvalda«, hvíslaði oinhver að mjer. Meðhjálpari'-T gekk um gólf f kirkjunni, færði okkur sálmabækur og gætti þess vel, að allir fylgdust með. — Ekki skildi jeg nokkurt ein- asta orð af því, sem þar var farið með, en af því að jeg þekti sögu prestsins, verður mjer þessi guðsþjónustustund minnisstæð. »Slawa Bohu«, tónaði presturinn; það þýðir: »Dýrð sje Guði«, — »Hospodine« (Droltinn) og »Duchu Swaty« (heilagur andi) man jeg úr einum sálminum; en annað lærði jeg ekki i slavneskunni. Eftir messu fór jeg heim með þess- um presti, og síðan fór hann með mjer í 2 aðrar kirkjur, önnur þeirra var grísk-kaþólsk, — eina grísk-kaþ. kirkjan, sem jeg hefi komið f. — Ekkert mintist hann við mig á liðna daga; »hann hefir lært að vera orð- fár«, sagði einhver; en augu hans og handaband sögðu að kirkjuferð min hefði náð tilgangi sinum. Væntanlega verður brátt tækifæri til að segja fleira frá kirkjumálum Ungverja fyr og síðar, og nágranna- ríkja þeirra, og þá einkum Czecho- slovakíu (Tsjekkoslovakíu), — og konan min mun segja lesendunum frá K. F. U. K. - þinginu, — verður því í næsta sinn haldið áfram ferða- sögunni. Frh. Hjeraðsfundur Rangæinga 1928. Eftir tilmælum áður, sendist Bjarma eftirfarandi ágrip af hjeraðsfundargerð Rangárprófastsdæmis 1928. Fundurinn var haldinn 19. júní að Stórólfshvoli, og á honum gerðist petta: 1. Fundarmenn boðnir velkomnir, og þar á mrðal sjerstaklega Ólafur Kína- kristniboði, sem mættur var eftir til- mælum prófasts. — Fá var byrjað með þvi, að syngja sálminn nr. 643, og tóku allir fundarmenn undir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.