Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.09.1928, Blaðsíða 6
182 B J A R M 1 an töluð ungverska, og hvergi sá jeg auglýsingu á nokkru öðru máli. — Þó kemur út eitt dagblað i Búdapest á þýsku, en það er langminsta dag- blaðið í borginni, lítið stærra en stærsta dagblaðið á tslandi. Rjett til gamans get jeg nefnt, að »já« og »nei« er á ungversku: »/pen« og »nen«. Og þegar við segjum: »Jeg trúi á einn Guð«, segja Ungverjar: »Hiszek egy Istenben«. Fólkið var einstaklega alúðlegt, gestrisið og hjálpfúst við útlending- ana. — Fyrsti Ungverjinn, sem við hittum í eimlestinni, greiddi prýði- lega götu okkar langferðafólksins á landamærum Ungverjalands, og sama gerðu margir eftir það. Borgarstjórnin bauð K. F. U. K. - þinginu til kvöld- verðar, »Ungverska fjelagið« bauð bæði til skemliferðar með gufuskipi og til tveggja skemtifunda, — og þar sem jeg kom til ungverskra presta var gestrisni mikil, enda þótt hvergi væri þar ríkmannlegt, þvi að prest- arnir eru flestir efnalitlir. — En því tók jeg eftir, að menn mötuðust með gestum sínum ekki siður i trjálund- um gistihúsa en i heimabúsum. Um miðdegisverðarleytið og á kvöldin var fjöidi fólks í slíkum greiðasölu-görðum um alla borgina, og þá hvervetna hljóðfærasláttur Zigeuna gestunum tíl skemtunar; hefði þvf ókunnugur mátt hugsa: Hjer býr auðug þjóð og ljettlynd. »En ekki er alt sem sýnist«. Híbýlin voru viða lítil og þröng, þótt gisti- búsin væru hin veglegustu, og þung- lyndi, óánægja og hatur býr í margra brjóstum. í stærsta elliheimili borgarinnar, sem bæjarstjórnin sjer um, voru 1440 manns við harla óviðfeldin húsa- kynni, 15—30 manns í hverri stofu, og þar varla önnur búsgögn en rúm- in og smákistur eða kassar, til að sitja á, en engin borðstofa nje vinnu- stofa. Við kirkjudyr, þar sem fjöldi fólks hlýddi á kaþólskar tíðir, stóðu 3 eða 4 gamlar konur i tötrum og báðust beininga. Og enn sjást örkumla menn úr striðinu biðja beininga á götum úti, en fáir eru þeir orðnir. — Fyrstu árin eftir striðið hrundu niður börn og gamalmenni af skorti, enda þótt þúsundum barna væri boðið til Sviss og Hollands. Nú er margvisleg liknarstörf að rjetta við, og þar, sem annarsstaðar, er nærgætni og mannúð mest þar, sem söfnuðirnir eru færir um að annast þau. — En eina »safnaða- fjelagið«, sem á nóg efni til þess, eru Gyðingar, var mjer tjáð, — enda leist mjer prýðilega á elliheimili það, sem þeir böfðu reist banda sínu fólki í Búdapest. Þar var ekkert sparað, hvorki af fje nje mannúð, til að veita gömlu fólki góða daga. »Hvert ætlið þjer að fara í kirkju í dag?« var jeg spurður sunnudags- morguninn 10. júní í Búdapest. — »Jeg veit varla, einhversstaðar þar sem talað er á þýsku eða ensku«, svaraði jeg. — »þurfið þjer þess sjálfs yðar vegna? Hafið þjer ekki heyrt nógar ræður, sem þjer skilduð? Viljið þjer ekki heldur koma með mjer þangað, sem þjer skiljið ekkert, en munduð gleðja einmana og of- sóttan prest með því að koma? Pjer verðið þar að líkindum eini út- lendingurinn, því í dag eru fluttar viðhafnar-guðsþjónustur þeirra vegna í öðrum kirkjum«. Mjer þótti uppástungan frumleg, að fara í kirkju, þar sem jeg skildi ekkert, »til þess að gleðja prestinn«, og fjelst á hana. — Á leiðinni til kirkjunnar var mjer sögð saga hans: Hann var lúterskrar trúar, en slav- neskrar ættar, þótt hann væri ung-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.