Bjarmi - 01.04.1929, Side 2
70
B J A R M I
lærisveinarnir hlupu að flytja tíð-
indin.
Jeg held mig að þessam vottum.
Peir voru einlægir, hrekklausir menn.
Þeir voru reyndir menn. Þeir vissu
hvað þeir sögðu. Finna ekki allir,
hvilíkt líf er í páskasögunum um
hinn upprisna Jesúm? Par er ekki
efinn. Par er sigurvissan. Þetta voru
hin miklu tíðindi. Dauðinn gat ekki
haldið Jesú. — Glaðir lærisveinar
sögðu frá þessu. Það er langt síðan
þeir sögðu frá því. En oss þykir
vænt um þá, af þvi að þeir skýrðu
frá þessu. Það er eins og vjer þekkj-
um þá svo vel. Jeg mun ekki treysta
betur frásögn annara manna. Vjer
þekkjum svo vel Pjetur og Jóhannes,
og hina glöðu fjelaga þeirra. Það er
einn liður í páskagleði vorri að
hugsa um gleði þeirra. Já, hvilik
gleði fyrir þá að eiga að mæta hon-
um í Galíleu, og hin óviðjafnanlega
gleði, að fá að koma heim til hans
að jarðlífi og jarðnesku stríði loknu.
Þetta er enn hið mikla gleðiefni,
að mega flytja þenna boðskap: Hjer
er um liðna tið að ræða, sannan
viðburð. En hjer er einnig um sæla
framtíð að ræða, í Ijósi páskatrúar-
innar. — Vjer lítum aftur til hins
fyrsta páskadags og fram til hins
síðasta páskadags hjer á jörð, er lífið
sigrarí fullkomnun sinni, og lærisvein-
anna fjöld heilsar konungi sínum og
frelsara. Þá er dauðinn uppsvelgdur
í sigur. Ó, hugsum um þann fraintíðar
páskadag, í hvert sinn er vjer göngum
út að gröfunum. — Konurnar fóru
að líta eftir gröfinni. Það gera svo
margir enn í dag. Lítum eftir gröf-
inni í trú á viðburð hins /grsta
páskadags og hugsum um sigurdýrð
hins siðasta páskadags, er vjer ásamt
fylkingum Guðs barna heilsum hin-
um upprisna frelsara. Hann fór á
undan. Vjer á eftir. Eins og höfuðið,
þannig limirnir. — En milli þessara
tveggja daga skal eitt gert. Einu skal
haldið áfram. Það skal haldið áfram
að flytja mönnum tíðindin um hinn
mikla páskasigur.
Hvað á jeg að gera á þessum
páskum? Halda áfram að segja frá
þessu. Engillinn sagði: Farið nú með
skyndi og segið lærisveinum hans:
Hann er upprisinn frá dauðum. Og
þær skunduðu burt. Pær hlupu að
flytja lærisveinunum tíðindin.
Frá þeim degi til þessa dags hefir
aðferðin verið hin sama. Hún er hin
sama enn. Páskaboðskapur er fluttur
þeim, sem eiga að hlaupa aö flytja
mönnum hin merkustu tíðindi. —
Það var ekki sagt við mig, er jeg
var sendur með páskaboðskapinn:
»Reyndu að sanna mönnum þetta«.
Það var sagt: »Segðu frá því«. Guð
ábyrgist, að það er satt. Hann hefir
sýnt, að hann kannast við þenna
boðskap og gefur honum sigur.
Pegar jeg var barn og hlustaði
eftir kirkjuklukkunum á jólum og
páskum, þá heyrðist mjer þær segja:
Gleðileg jól, gleðilega páska. En á
siðari árum heyrist mjer þær segja:
Segðu frá þvi, seg nú frá.
Nú segi jeg frá. Oss er gefin sönn-
unin, hún er oss gefin í orðum Jesú
sjálfs. Pað er sönnun anda og kraftar.
En hinir sannfærðu eru sendir. Jeg
er sendur til þess að segja þjer frá
þessu: Jesús er sannarlega upprisinn.
Og þessi hefir aðferðin ávalt verið.
Jesús dó á vordegi einum, í aug-
sýn margra. Á þriðja degi er þegar
lítill hópur Iærisveina, sem veit að
hann er upprisinn. Sjö vikum seinna
miklu fleiri — og nú segja þeir hik-
laust frá þvi, og enginn getur komið
með sönnun á móti þeim.
Upp frá því hjelt söfnuðurinn
áfram að flytja þenna boðskap —
ekki í leyni, þannig að nokkrir inn-