Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1929, Page 7

Bjarmi - 01.04.1929, Page 7
B J A R M I 75 hvort sem hún var nokkur eöa engin, og áhrif þau á börnin er þar fengust. Nú hafa skólarnir tekið að sjer fræðsl- una, og áhugamenn beina ábrifum sinum til barna sem fullorðnra. Sjálfboðaliðar leitast við í bæjum og þjettbýli að móta viljastefnu barn- anna, með því að kveðja þau saman og tala við þau um áhugamálin. Ber langmest á því þar sem trúmál eru annars vegar, sem eðlilegt er. Hitt er undarlegra, hvað tiltölulega stutt er, ekki nema um 140 ár, siðan farið var að koma skipulagi á barna- guðsþjónustur og sunnudagaskóla fyrir börn, — og miklu slyttra siðan heiðnar þjóðir og guðleysingjar — i illa kristnum löndum — tóku að stofna ýmiskonar barna-fjelög »til varnar gegn kristindómi«, — þar sem börnum er kent að guðlasta og hæð- ast að kristindómi. II. Nálægt 35 ár eru síðan reglu- bundnar barnaguðsþjónustur hófust í höfuðstað lands vors, en furðu lengi hafa þær verið að breiðast út til annara kaupstaða vorra. í meiri hluta þeirra er enn i dag engin slík starfsemi af hálfu prests og safnaðar, þrátt fyrir mörg hvatningarorð i ræð- um og ritum. Skortur áhuga og áræðis staiffúsra sjálfboðaliða veldur þar mestu. Fyrir forgöngu borgarstjórans í Reykjavík, Knud Zimsen, sem veitt heflir fjölsóttum sunnudagaskóla for- stöðu áratugum saman, gengu sjö menn f nefnd fyrir nokkru til að reyna að útbreiða sunnudagaskóla og barnaguðsþjónustur hjerlendis. í nefnd þeirri eru 3 prestar: Síra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, sfra Sigurjón Árnason i Vestmanna- eyjum og sfra Forsteinn Briem á Akranesi; en hinir eru: Frú Anna Thoroddsen, Guðmundur Ásbjörns- son kaupmaður, Knud Zimsen borg- arstjóri, formaður, og ritstjóri þessa blaðs, ritari nefndarinnar. — Fyrsta tilraun til frekari fram- kvæmda var, að ritarinn komst í samband við enska tilsjónarnefnd sunnudagaskólastarfsins í Norður- álfunni, og með góðri aðstoð hennar var maður sendur vestur og norður um land undanfarna tvo mánuði, til að reyna að fá áhugasamt trúað fólk til að sinna þessu starfi betur en verið hefir. Sendimaðurinn heitir Sigurður Guðmundsson og hefir undanfarið starfað við sunnudagaskóla í Vest- mannaeyjum. Verði árangur góður má búast við að eitthvert áframhald verði á sliku ferðalagi næsta vetur. Bjarmi telur sjer skylt að styðja slíkt starf, — eins og alt annað krisli- legt starf innan kirkju vorrar, hverju nafni sem nefnist. — Er því sjálf- sagt að veita allar þær upplýsingar og leiðbeiningar viðvíkjandi þessu starfi, sem unt er, þeim sem þess óska. í þetta sinn verður, að gefnu til- efni, reynt að svara nokkrum spurn- ingum. Hver er aðalmunur barnaguðsþjón- ustu og sunnudagaskóla ? Við barnaguðsþjónustur er ekki nema einn ræðumaður og aðstoðar- menn engir, nema »forsöngvari«, og ef til vill einhverjir, sem hjálpa til að annast góða kyrð og góðan söng í barnahópnum. — Við sunnudagaskóla eru starfs- mennirnir fleiri, og fyrirkomulag eitthvað þessu líkt: Fyrst er sálmur sunginn, svo flytur forstöðu- maður bæn og fer með trúarjátn- inguna, sem allir viðstaddir taka undir. Þá er sunginn sálmur og á eftir lesinn biblíukafli, ræðutexti þess

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.