Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 2
Í90 B J A R M I Er það fyrst og fremst gert i þeim tilgangi, að þessir nemendur og ný- liðar kynnist og sameinist söfnuð- inum. Það er margendurtekin og bitur reynsla óteljandi fjölda safnaðar- meðlima um allan heim, að asundr- aðir föllum vjer«. Ætti það að vera okkur öllum til aðvörunar. Og þá aðvörun vildi jeg óska að öll einangruð Guðs börn á lslandi fengju að heyra. Sameinumst sjálfra okkar vegna. Sameinumst sakir mál- efnisins, sakir starfsins, sem bíður okkar. Og þieytumst ekki á að leita samfjelags og sækja fundi trúaðra. Þótt trúað fólk i þínu bygðarlagi sje ef til vill tátt og fyrirlitið, þá hafðu þó hugfast að það er oturlítil sveit i herskörunum miklu, sem enginn getur komið tölu á, og er eignarlýður Guðs. Og kristilegi fjelagsskapuiinn er aldrei svo lítilfjörlegur, að ekki sje óhætt að telja hann þýðingarmikinn þátt í voldugustu hreyfingu i heimi: komu Guðs rikis. Hafið hugfast, að Jesús sjálfur er mitt á meðal ykkar, fárra og smárra. Það var aldrei venja hans að fara fram hjá, þar sem þörtin á nálægð hans og naðarríkdómi var brýnust. II. Brot úr ferflasögu. Frá íslandi til Kína. Löng ferðasaga hefir oft verið skrifuð um skemmra ferðalag en það, sem við nú höfum lagt út í. En þess er að gæta, að þeir, er gáfu hafa lil að taka eftir því, sem fyrir augun ber, og segja skemtilega frá þvi, geta auðvitað skrifað lengri ferðasögu og skemtilegri eftir eina hringferð kring- um Island, heldur en jeg og mínir líkar, þótt við förum kringum háifan hnöttinn og alla leið til Iíína. Við höfum áður átt því láni að fagna, að kanna tvo af vegum þremur, sem okkur standa opnir frá íslandi til Kína. Auðvitað er sú leiðin skemst, sem við komum heim aftur frá Kína, yfir Siberíu og Rússland. En maður er fyllilega ánægður, þó maður hafi ekki farið þá leið oftar en einu sinni á æfinni. Ef farið er sjóleiðis, gildir einu hvort haldið er til austurs eða vesturs. Er það hjer um bil tveggja mánaða ferð, hvort sem farið er til Ameríku og yfir Kyrrahaf, eða til Englands, yfir Miðjarðarhafið og eítir Súez-skurðinum. Um fyrsta áfangann, frá íslandi til Noregs, er óþaifi að oiðlengja hjer. — 12. sept. lögðum við af stað frá Osló. Eitir fárra tima akstur erum við komin til landamæranna. Við kveðjum Noreg með söknuði. Til þess finna allir sannir íslendingar, að enn þá er Noregur »móðir okkar móður«, eins og Matthías kemst að orði. Meðan við sofum, þýtur nætur- hraðlestin suður eftir sljettunum í Sviþjóð syðst. Kl. 9 um morguninn ekur okkar vagn um borð í járn- braularferjuna í Tiálleborg. Við sát- um því í sama vagni alla leið til Hamborgar. Ekki er nema 4 stunda sigling yfir Austursjó, frá Tiálleborg til Sars- snitz á Þýskalandi. Seint um kvöldið komum við tii Hamborgar, en lögð- um af stað þaðan, eftir stutta við- stöðu, með næturlestinni, skemstu leið til Basel í Sviss. Par fengum við ágætar viðtökur á aðal-stöðvum Basel-kristniboðsfjelagsins. Á það langa sögu og merkilega, og er mjög öflugt. Kristniboðar þess í Suður- Kína hafa átt við margskonar örðug- leika að striða upp á síðkastið. Pegar síðast frjettist höfðu 3 þeirra verið fullar sex vikur i ræningja höndum, og þótti óvist hvtrnig um þá mundi fara.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.