Bjarmi - 01.11.1929, Blaðsíða 3
B JARM I
191
I*ann sólaihring, sem við stóðum
við i Basel, notuðum við eins vel
og unt var til að kynnast bænum og
umhverfinu. Er þar mikil náttúru-
fegurð, eins og vfðast hvar annars-
staðar í Sviss. Breið eru bygðarlögin
kringum Basel og búsældarleg, eink-
nm furðaði okkur á hve þar er mikil
ávaxtarækt. Sunnar í Alpafjöllum eru
dalirnir þröngir, hrjóstrugar hlfðar
og geysilega háar fjallagnýpur gnæfa
við heiðbláan himininn.
Oft varð mjer á að hugsa heim til
íslands á ferðalaginu gegnum Sviss.
Breytist veðráttan á íslandi til batn-
aðar að mun, mun jeg ekki efast um
hvort landið ber af hinu. Heita má
að Island sje enn þá óbygt land;
flestar sveitir landsins munu enn þá
vera með líkum svip og á Iandnáms-
tfð, svo er strjálbýlið mikið, en lítil
rækt. Ekki skortir náttúrufegurð á
íslandi; en það mun gerbreyta útliti
bygðarlaganna og gera þau stórkost-
lega miklu fegurri, þegar búið er að
fara um mýrar, móa og mela með
plóg, áburð og fræ.
St. Gotthard-járnbrautinni er ekki
hægt að lýsa í stuttu máli. Mun hún
vera einhver sú allra merkilegasta
járnbraut í heimi. En breytilegl lands-
lag og stórfengleg náttúrufegurð gerir
manni ferðalagið suður yfir Alpa-
fjöllin ógleymanlegt. Við fórum með
hraðlest og skemstu leið um Zurick
og Milano, yfir Pó-sljettuna frjósömu,
til Genúa. Þangað var ferðinni fyrst
um sinn heitið.
Genúa er aðal-hafnarbær ítala og
á langa sögu og merkilega. Þessar
tvær nætur, sem við dvöldum þar,
fundust okkur ekki næðissamar, um-
ferðin er svo mikil. Tugir þúsunda
ferðamanna stíga þar árlega fæti sfn-
um fyrst á land í ítaliu. Yndisleg
veðrátta, náttúrufegurð og ótæmandi
rikdómur listasafna og fornra bygg-
inga, hefir fyrir löngu gert Ítalíu að
helsta ferðamannalandi heimsins.
17. sept. stigum við á skipsfjöl í
Genúa, og erum nú komin um borð
í þýskt skip, sem ílytur okkur alla
leið til Kína. Petta skip á eimskipa-
fjelagið mikla »Norddeutscher Lloyd,
Bremen«; er það búið öllum nýtísku-
þægindum og sjerstaklega bygt til
slfkra langferðalaga.
Viljið þið nú hafa fyrir að lfta á
landabrjef Evrópu, munuð þið sjá
að við höfum tekið af okkur stóran
krók. Fulla 12 sólarhringa var skipið
á leiðinni suður fyrir Spán, um
Gibraltar-sundið til Genúa, en þangað
er hægt að komast með járnbraut
alla leið frá Osló á hálfum þriðja
sólarhring, ef hvergi er numið staðar.
Hingað til hefir ferðalagið með
skipinu, sem heitir »Trier«, gengið
viðburðalanst. Á leiðinni suður með
vesturströnd ítalfu sáum við sjaldan
land. En svo fórum við rjett fram
hjá Stromboli og sáum gosið mjög
greinilega. Landrými er þar mjög af
skornum skamti. Fnrðaði okknr
mfkið á að sjá ofurlítið þorp við
rætur fjallsins sunnanvert; um 20
fjölskyldur kváðu vera þar búsettar.
í Messina-sundinu sáum við auðvitað
land á báðar bliðar, og sáum bæinn
svo vel, að hægt hefði verið að telja
búsin. Sundið er afarmjótt og er þar
mikill straumur. Pegar komið er
nokkuð austur fyrir stóru tána á
Mussolini, eða syðsta skaga megin-
lands Italíu, sjer maður á hægri hönd
Etnu á Sikiley, alsystur Heklu okkar
lslendinga.
Seint í gærkvöldi sáust ljósblik
vitanna á Krit. En á morgun, um
miðdegisleytið. erum við komin til
Poit Said’) Á ellefu sólaihringum
1) Port Said er egipskur hafnarbær,
viö mynni Súez-skurðar við Miðjarðar-
haf, lbúar borgarinnar eru um 50 þús.,